Sannleikurinn frelsar

Á páskum gefst tóm til íhugunar og lestrar. Rit Dr. Sigurbjörns Einarssonar geyma mörg gullkorn sem gefa kraft og styrk. Undir yfirskriftinni ,,Sannleikurinn sem frelsar" segir Sigurbjörn frá því að árið 1880 hafi verið byrjað að reisa alþingishús í Reykjavík.hornsteinn (3)

Það var æði stórmannleg ákvörðun, sem lýsti áræði fátækrar en vaknandi þjóðar.

Þegar að því kom að leggja skyldi hornstein hússins, þurfti að velja spakleg orð til þess að letra með honum í grunninnn. Fyrir vali urðu orð Krists: Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa. Þau eru skráð á skilfurskjöld í hornsteini Alþingishússins. 

Sextíu árum síðar höfðu Íslendingar reist sér veglegt háskólahús. Í því húsi er kapella eða kirkja. yfir altari þess helgidóms í musteri íslenskra vísinda eru skráð gullnu letri sömu orð: Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa.

Tvö hinna tignustu húsa Íslendinga eru helguð þessum einkunnarorðum. Það er auðsætt að þau hafa þótt tilkomumikil. 

Ein fátæk kirkja af mörgum íslenskum var máluð fyrir nokkrum árum. Ágætur listamaður bauðst til þess að skreyta hana fyrir ekkert. það var þegið með þökkum. Vel þótt við eiga að mála ritningarorð á kórbogann. Og þessi orð voru valin: Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa. Þar standa þau stóru og fögru letri skráð, meira segja á latínu.

Hver og einn þarf að velja hvert athyglin beinist hverju sinni. Þessu vali mætum við á hverjum degi. Veljum við sannleika, fegurð, heiðarleika, kærleika og frelsi eða ætlum við að byggja líf okkar á ósannindum, ljótleika, sviksemi, illsku og helsi? Ég vona að ég sé að skynja hjörtu Íslendinga rétt, og að hver og einn vilji setja athygli og orku í það sem er satt, rétt, fagurt og gott. Með réttu vali breytum við aðstæðum okkar til hins betra, því það sem við veitum athygli vex. Þá eigum við bjartari og betri tíma framundan. 

 


Bloggfærslur 1. apríl 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband