Rammi um frelsi eða barefli í þágu helsis?

opið búrLög eru umgjörð um líf okkar. Innan þess ramma erum við frjáls til orðs og athafna. Stjórnmálaflokkar, fjölmiðlar o.fl. gefa sig út fyrir að sinna varðstöðu gagnvart ásælni valdsins. Nú er að eiga sér stað mjög háskaleg – og hröð – þróun í ógæfuátt: Varðmennirnir eru að tapa áttum og ganga valdinu á hönd. Ríkisvæðing flokka, fjölmiðla, skólakerfis (þ.m.t. háskóla), heilbrigðiskerfis og atvinnulífs hefur framkallað það sem á nútímamáli mætti kalla „þjónustuama“. Það þýðir að fólkið sem á að þjóna almenningi (verja rammann) er að snúast í hollustu sinni og ganga þeim á hönd sem vilja þrengja að frelsinu, þ.m.t. funda-, ferða- og tjáningarfrelsi. Ef svo heldur fram sem horfir mun lýðræðislegt stjórnarfar hverfa sjónum fyrr en varir, samhliða því sem réttarríkið verður að innantómri skel. Þjóð sem lítur í hina áttina meðan þetta gerist getur ekki kennt öðrum um þær ófarir sem þessu fylgja. Við erum sjálf að kalla yfir okkur harðstjórn með því að gera ekki athugasemdir við liðhlaup þeirra sem eiga að vera í því hlutverki að verja frjálsa samfélagsgerð. Kúgun og undirokun fæðast í umhverfi þar sem fólk afsalar sér frelsinu sjálfviljugt. Þjóð sem sættir sig við vélræn stjórnmál, velur hjarðhugsun umfram heilbrigðan efa og flýr undan ábyrgð á eigin frelsi í ótta, bregst sjálfri sér. Nú sem endranær í mannkynssögunni mun lýðræðið þá hrynja innan frá vegna hirðuleysis, hjarðhegðunar og ótta. Þjóð sem sættir sig við að fá lög send í pósti og að löggjafarsamkoman umbreytist í leikhús getur ekki kvartað þegar hún vaknar upp við það að lögin eru orðin að barefli sem notað er gegn henni sjálfri.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðar pælingar. Ein stærsta ógn við frelsi almennings sem ég sé er WEF. Vonum bara að leiðtogar heimsins hafi visku til að sjá það.

Emil (IP-tala skráð) 22.1.2023 kl. 12:16

2 identicon

þjoðir sem eru með Stjornir sem luta valdi WEF eins og vitað er orðið her þurfa losa sig við slika starfsmenn 

Engin þjónar tveim herrum !

Ragnhild H. Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2023 kl. 12:34

3 identicon

Það þarf svo sannarlega að fara að opna augu almennings fyrir þeirri vá sem bíður okkar áður en ógnin kemst á hærra stig sem horfir.  

Sigríður B. Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2023 kl. 14:18

4 identicon

Það þarf svo sannarlega að fara að opna augu almennings fyrir þeirri vá sem bíður okkar áður en ógnin kemst á hærra stig.  

Sigríður B. Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2023 kl. 14:19

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Fróðlegt væri að vita hvort og þá hverjir Íslendinga hafi farið til Davos til að taka þátt í leikritinu sem þar fór fram í síðustu viku.

Tómas Ibsen Halldórsson, 22.1.2023 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband