Hver stjórnar?

Hlutverk stjórnmála er að stýra þjóðarskútunni með farsælum hætti. Til að varast blindsker og strand er m.a. leitað til vísindamanna. Vísindin hafa þá það hlutverk að upplýsa fólk um aðsteðjandi hættur og veita ráðgjöf um hvernig megi draga úr hættunni. Þeim er ekki ætlað að taka öll ráð af fólki, svipta okkur sjálfræði og gera okkur ofurseld (kenni)valdinu. 

Þetta er þó einmitt það sem við erum að verða vitni að: Nýtt stjórnarfar er að fæðast, sem þar sem áherslan er á hlýðni við yfirvald fremur en sjálfræði einstaklinga (og þjóða) í stjórn sinna mála. 

Dæmi: Í kóvid-fárinu voru stjórnarskrárvarin réttindi í reynd afnumin og við færðumst úr því að búa í réttarríki yfir í að búa í sóttvarnaríki. Daglega er þrengt að lýðræðinu með (yfirþjóðlegu) valdboði. Á sama tíma umsnúast vísindin, frá frjálsri sannleiksleit yfir í kreddu sem bannar efasemdir og gagnrýni.

Sú óheillaþróun sem hér um ræðir mun halda áfram meðan ekki er sýnt nægilegt viðnám, meðan fólk er hrætt og auðtrúa, meðan við stöndum ekki vörð um stjórnarskrárvarin réttindi, lýðræðislegt stjórnarfar, þrígreiningu ríkisvalds, þingræði og lýðveldisstjórnarformið. Áfram mun síga á ógæfuhliðina meðan skorið er á tengsl valda og ábyrgðar, meðan fjölmiðlar eru í klappliði stjórnvalda, meðan vísindamönnum leyfist að setja fram ósannaðar kenningar og kalla þær vísindalegar staðreyndir. Á meðan allt þetta er óbreytt geta jafnvel örfáir menn hert tökin á þjóðfélaginu án þess að nokkur hreyfi andmælum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Jacinda Arendt stóð i fylkingarbrjósti við að berja andmæli gegn covid og CoV-19 bólusetningunum niður. Hún hrökklaðist úr embætti fyrir vikið. Hér sáu embættismenn um að smalamennskuna og hlutu orður fyrir. Enginn segir af sér, þótt hátt í 200 manns hafi dáið úr lækningunni, því enginn bar ábyrgð. 

Ragnhildur Kolka, 27.1.2023 kl. 15:08

2 identicon

Sæl Ragnhildur. Þegar þetta tímabil verður gert upp og horft raunsætt á tjónið sem unnið var á lýðræðisvitund fólks, þingræðinu, efnahagslífinu, lýðheilsu, menntun barna, félagstengslum og heilsufari almennings, þá verður viðurkennt að þetta var hrein og klár valdníðsla, þar sem stjórnvöld með aðstoð fjölmiðla og samfélagsmiðla unnu gegn borgurunum með því að kynda undir ótta og undirgefni í þeim tilgangi að knýja í gegn stórfelldar frelsisskerðingar. Ég held að fólk sé smám saman að vakna til vitundar um alvarleika málsins. Þá munu vindarnir snúast og vonandi fer fram heiðarlegt og friðsamlegt uppgjör. Góð kveðja.

Arnar Þór Jónsson (IP-tala skráð) 27.1.2023 kl. 15:26

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Hver skyldi vera skýringin á óvenjumörgum dauðsföllum nú í kjölfar Kófsins.  Er önnur haldbær skýring en afleiðingar af aðgerðum sóttvarnaryfirvalda, bæði bólusetningarnar og einangranir.  Ekki má gleyma risakostnaði ríkissjóðs, fyrirtækja o.fl.  Aðgerðir yfirvalda voru allt of stórvaxnar m.v. tilefnið.  Þar sem þú, Arnar, stendur nærri Alþingi, er nærtækt að spyrja, hvort ekki sé möguleiki að stemma stigu við mestu vitleysunni með því að setja yfirvöldunum betri rammalöggjöf en nú er fyrir hendi í þessum efnum á grundvelli reynslunnar af Kófinu ?  Það mun aftur bresta á faraldur.  Aðalatriðið er, að viðbrögðin verði í samræmi við tilefnið og að réttindi og frelsi einstaklinganna verði ekki stórlega skert, nema brýna nauðsyn beri til, t.d. faraldur á borð við e-bólu, sem er eða var virkilega skæð pest.  Ef annar flensufaraldur á borð við C-19 kemur, á ný löggjöf að verja borgarana gegn ofríki og ofstjórnartilburðum.  

Enn er verið að hvetja fólk yfir sextugu að fara í bólusetningu.  Þessar bólusetningar gera lítið gagn, en veikja ónæmiskerfið og valda ýmsum slæmum aukaverkunum.  Þetta er þar að auki sóun almannafjár. 

Bjarni Jónsson, 27.1.2023 kl. 21:14

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Gleymum ekki því hvurslags snilld það var að koma fjölmiðlum á ríkisspenann.

Með þeirri ákvörðun hvarf frjáls blaðamennska og enginn þorir að fjalla

um mál sem skipta þjóðina máli af ótta við það að missa styrkinn.

Aðeins einn fréttamiðill er ekki á spenanum og það er Úvarp Saga.

Eini frjálsi fjölmiðillinn sem þorir að tækla stóru málinn og fylgir

ekki rétttrúnaðar stefnu hinna.

Sigurður Kristján Hjaltested, 28.1.2023 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband