Andvaraleysi er ekkert grín.

,,Ef Íslendingar vilja vera sjálfstæð þjóð verðum við að taka ábyrgð á okkur sjálfum. Í því felst að við þurfum að hafa kjark til að marka okkar eigin stefnu, í stað þess að taka stöðugt við fyrirmælum að utan frá stofnunum sem enginn hefur kosið til slíkra valda og svara ekki til neinnar ábyrgðar gagnvart Íslendingum. Ef þetta samband milli kjósenda og valdsins er rofið er vart annars að vænta en að Íslendingar muni fyrr en síðar gjalda þess á eigin skinni. Þetta verða allir að skilja, sérstaklega þó þeir sem sækjast eftir því að starfa á vettvangi íslenskra stjórnmála".

Framangreind orð birti ég á prenti í nóvember 2020. Hefur raunveruleikatenging íslenskra stjórnmála batnað síðan þá? Dæmi nú hver fyrir sig. 

Á bls. 10 í Mogganum í dag bendir Baldur Þórhallsson, prófessor við HÍ, m.a. á að Íslendingar hafi útvistað stefnumótun í öryggis- og varnarmálum. Hann gagnrýnir, réttilega, að allri stefnumótun á þessu sviði sé ,,bara hent í fangið á okkar bandamönnum". 

Baldur nefnir einnig við Íslendingar hafi "að mjög takmörkuðu leyti komið að því að ákveða hvers konar varnir eiga að vera hér til staðar". 

Þessi þarfa umræða um varnarmál kemur upp á sama tíma og íslensk yfirvöld eru á hröðum flótta undan því að viðurkenna döngunararleysi sitt gagnvart ESB. Algjör viðnámsskortur íslenskra stjórnvalda hefur leitt til þess að við höfum nú í 30 ár verið í áskrift að erlendum lagareglum sem streyma hingað í gegnum athugasemdalaust einstefnukerfi umræðulausrar innleiðingar ESB reglna.

Ef menn vilja láta kjósa sig til að fara með völd ber þeim að axla ábyrgð gagnvart þjóðinni. Í því felst að menn eiga ekki aðeins að slökkva þá elda sem loga, heldur einnig að fyrirbyggja hættur. 

Í breyttum heimi er Ísland í aukinni hættu. Frammi fyrir þeirri stöðu leyfist valdamönnum ekki að spila á fiðlu og framselja ábyrgðina í hendur sérfræðinga í erlendum borgum.

 

 


mbl.is Skýra þarf varnir Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband