Ollu aðgerðirnar meira tjóni er faraldurinn?

Faraldur veldur tjóni með tvennum hætti, þ.e. bæði beint (vegna smita) og óbeint (vegna upplausnarástands og ótta almennings). Þetta hafa menn lengi vitað og þess vegna miðuðu fyrri áætlanir stjórnvalda á Vesturlöndum að því að forðast að valda ónauðsynlegu tjóni með því að framkalla svonefnt ,,Pan-pandemic", þ.e. faraldur ofsahræðslu (e. panic pandemic). Þessi regla var því miður þverbrotin í kófinu. Tjónið af þessum völdum er á þeim skala að það mun taka mörg ár, mögulega áratugi að vinna okkur út úr því.  

Þjóðir heims, þ.m.t. við Íslendingar VERÐUM að geta dregið viðeigandi lærdóm af öllu því sem nú er að birtast í eftirmálum kórónufaraldursins. Í Bretlandi hefur valdníðsla stjórnmála- og embættismanna verið til umfjöllunar í samhengi við skeytingarleysið sem skín í gegnum þau samskipti þeirra, sem birt hafa verið í DT.

Hér á Íslandi liggur þegar fyrir að aðgerðirnar ollu víðtæku efnahagstjóni. Víðtækari afleiðingar eru nú að koma fram, sbr. þessa forsíðufrétt Moggans í dag um ,,ískyggilegar niðurstöður rannsakenda HR" um aukna ölvun og þunga lund ungmenna vegna áhrifa C-19 faraldursins. 

Þetta er sérlega nöturlegt í ljósi þess fyrir lá snemma í ferlinu að þessi aldurhópur var ekki í neinni tölfræðilegri hættu vegna faraldursins. Menntun þessa hóps varð fyrir skaða, auk alls kyns afleidds tjóns sem birtist í skertri atvinnuþáttöku, skorti á þroskandi félagslífi  o.fl.

Mikilvægur þáttur í lærdómi okkar gæti verið þessi: Svíar, sem beittu mildari aðgerðum en flestar aðrar þjóðir, mælast nú með lægst hlutfall umframdauðsfalla á árunum 20-22. 

Auk þess má gera ráð fyrir að traust sænsku þjóðarinnar til lækna, vísindamanna, stjórnmálamanna o.fl. hafi ekki rýrnað jafn alvarlega og í þeim löndum sem lengra gengu í lokunum með tilheyrandi afleiddu tjóni.

Við höfum verk að vinna þegar kemur að greiningu á því sem gerðist. Uppgjörið kann að verða erfitt fyrir þá sem gengu lengst í taugaveikluninni. Tilfinningalíf þeirra vegur þó létt á móti þeim hagsmunum sem í húfi eru, þ.e. líf og heilsa almennings.

 

 

 


mbl.is Aukin ölvun samfara þungri lund ungmenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband