Málþing í Reykholti 3. júní nk.

Í Morgunblaðinu í dag er sagt frá málþingi sem fram fer nk. laugardag undir yfirskriftinni ,,Endalok þjóðveldis - endalok lýðveldis?". Mbl 300523

Umfjöllunarefni málþingsins hverfast aðallega um vald, stefnumörkun og ákvarðanatöku. Hvar á valdið að búa: Í nándinni eða í fjarskanum? Fjallað verður um jafnvægislistina þarna á milli og hættuna sem fylgir því þegar menn missa frá sér myndugleika, aðild að valdakerfinu og þar með mennsku. Hver er staða manns sem býr við þau örlög að aðrir véla með hann og örlög hans? Rætt verður um forsendur þess að menn ráði sér sjálfir. Hvar liggja hin heilnæmu mörk í þeim efnum? Má greina samsvörun milli þess að Íslendingar gengust undir erlent konungsvald á 13. öld og aðstæðna nú á tímum? Rýnt verður í nauðsyn þess að tengsl valds og þjóðar séu skýr og ótvíræð. Rætt verður um mögulegar afleiðingar þess að ákvarðanataka um innviði og grunnstoðir færist úr landi.

Málþingið er opið og allir áhugasamir eru hvattir til þátttöku.

 

Málshefjendur verða:

Hans Petter Graver, lagaprófessor við Háskólann í Osló

Haraldur Ólafsson, formaður Heimssýnar

Jón Bjarnason, fyrrv. ráðherra

Arnar Þór Jónsson, formaður Félags Sjálfstæðismanna um fullveldismál

Þorsteinn Siglaugsson, formaður Málfrelsis

Ragnar Önundarson, fyrrv. bankastjóri

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband