Við höfum ekki ótakmarkaðan tíma

,,Íslenska þjóðin verður öllum öðrum fremur, vegna smæðar sinnar, að geta byggt traust og vonir á hverjum einasta hlekk, hverjum einasta einstakling." Jóhann Hafstein, Þjóðmálaþættir (Almenna bókafélagið 1976), bls. 32. Þessi orð, sem ég rakst á í gærkvöldi, ríma vel við meðfylgjandi texta sem birtist á bls. 5 í helgarútgáfu Moggans. [Smellið til að stækka].mbl300324


Í forsetakjöri 1. júní nk. gefst Íslendingum einstakt tækifæri til að velja sér þjóðkjörinn forseta í beinni kosningu. Fáar þjóðir hafa tækifæri á slíku. Viljum við velja fulltrúa fjárhagslegrar / pólitískrar „elítu“ eða viljum við velja mann sem er óháður slíkum öflum? Með framboði mínu vil ég veita Íslendingum tækifæri til að eiga rödd á ríkisráðsfundum og víðar, þar sem tækifæri gefst til að minna kjörna fulltrúa og ókjörna valdamenn á að það er þjóðin sem er hinn sanni valdhafi. Sá maður þarf að vera óháður flokksaga og kunna að standast hópþrýsting. Samviska hans og sannfæring mega ekki vera til sölu. Þetta þarf að vera maður sem þorir að tjá sannfæringu sína óttalaust. Þessi maður þarf að treysta sér til að efast þegar allir aðrir virðast sannfærðir. Ég treysti mér til að gegna þessu mikilvæga hlutverki og vona að Íslendingar treysti mér til þess einnig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Fyrirsögn færslu þinnar á því miður við rök að styðjast, því tími vonar og bjartsýni fyrir íslenska þjóð virðist jafnvel nú þegar fyrir bí, líkt og sú ósk margra, eða jafnvel flestra sannra þjóðernissinna rætist að þú og þín glæsilega frú yrðuð kjörin til að standa vörð um fjöregg þjóðarinnar frá Bessastöðum.

Hér ráða nú ill öfl ríkjum eins og sést hvert sem litið er og eins sorglegt og það er, þá get ég ekki rifjað upp eitt einasta atriði hér á Íslandi, sem fullyrða má nú um, að sé til fyrirmyndar.

Án þess að fara nánar út í ástæður þess að fögur og stórbrotin framtíðar áform Íslendinga brugðust og þjóðinni í þess stað stýrt líkt og skynlausum skepnum á leið til slátrunar af gráðugri yfirstétt, þá verður það að teljast jafn öruggt að þau hin sömu velji með öllum tiltækum ráðum sinn eigin frambjóðanda til þess að veita lýðveldinu unga náðarhöggið.

Jónatan Karlsson, 30.3.2024 kl. 18:53

2 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Jónatan, öll von er ekki úti ennþá. Margt getur gripið inn í atburðarrásina fram að kosningardegi.

Ekki gleyma því að Guð einn ræður þessu endanlega.

En ég er ekki viss um að við séum þess verð að fá slíkan mann sem Arnar Þór Jónsson í embætti Forseta Íslands?

“Guð breytir tímum og tíðum, hann rekur konunga frá völdum og hann setur konunga til valda, hann gefur spekingunum speki og hinum hyggnu hyggindi.” (Dan. 2:21).

Eins og sjá má hér að ofan á því sem Arnar Þór segir, þá hefur hann alls ekki misst von um að hljóta kosningu til embættis Forseta Íslands.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 30.3.2024 kl. 19:47

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Eins og Arnar Þór bendir réttilega á,

Viljum við velja fulltrúa fjárhagslegrar / pólitískrar „elítu“ eða viljum við velja mann sem er óháður slíkum öflum? 

Sé ekki betur en að hann sé sá eini sem ekki er fóðraður af elítunni.

Tek undir með Jónatani að nú eru öll þau öfl sem vilja Íslandi allt illt á fullu

að vinna að sínumm frambjóðanda svo hægt sé að veita lýðveldinu unga náðarhöggið.

Ef það tekst, náðum við aðeins 80 árum að vera fullvalda þjóð. Allur barningur

forfeðra okkar og mæðra, sem skyldu fyrir hvað sjálfstæði stendur fyrir, fórnað

fyrir græðgi fárra sem öllu vilja ráða.

Arna Þór mun standa fyrir því að verða Íslands sómi,sverð og skjöldur.

Sigurður Kristján Hjaltested, 31.3.2024 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband