Frelsi og sjálfstæði, já takk.

Fyrir þá sem áhuga hafa á umræðu um stöðu Íslands gagnvart yfirþjóðlegu valdi og um dýrmæti sjálfsákvörðunarréttarins, þá er hér upptaka af ávarpi sem ég flutti í Sandgerði 10.10. sl. 


Ekki í mínu nafni, ekki á mínum vegum.

Mér er tjáð að einhvers konar undirskriftalisti gangi um bæinn undir nafni samtaka sem heita ,,Mín leið - mitt val". Enginn frá þessum samtökum hefur haft samband við mig vegna þessa lista eða beðið um leyfi til að nota ummæli frá mér eða óskað staðfestingar frá mér á ummælunum. Undirritaður er alls ekki á móti því að fólk nýti lýðræðislegan rétt sinn til að vekja máls á hugðarefnum sínum, en vil bara árétta að fólk þarf að gera slíkt í eigin nafni og á eigin ábyrgð.  


Bloggfærslur 11. október 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband