(Ó)stjórnmál ársins 2023

Þegar fylgst er með fréttum af ófriði, valkvæðri blindu og öfugri forgangsröðun koma eftirfarandi orð George Bernard Shaw upp í hugann: ,,Því lengur sem ég lifi, þeim mun sannfærðari verð ég um að þessi hnöttur er notaður af öðrum plánetum sem geðveikrahæli." 

Dæmi:

  • Í vikunni barst neyðarkall frá ungum bændum. Landbúnaður er undirstöðuatvinnugrein og forsenda þess að unnt sé að tala um matvælaöryggi og sjálfbærni íslenskrar þjóðar. Frammi fyrir vanda landbúnaðar mátti heyra stjórnmálamenn tala um mikilvægi aðhalds, ráðdeildar og sparnaðar og að ekki megi hleypa verðbólgunni lengra.
  • Fólk úr sömu flokkum og þeir sem þannig tala virðist þó enn vera að gæla við áætlanir um 300 milljarða (?) borgarlínu. Sömu stjórnvöld keyptu dýrasta skrifstofuhúsnæði landsins undir utanríkisráðuneytið fyrir 6 milljarða og byggja rúmlega 6000 fermetra skrifstofuhúsnæði fyrir Alþingi. Sömu stjórnvöld stunduðu stjórnlausa peningaprentun í kófinu og ýttu þar með undir verðbólguna sem nú er glímt við. Sömu stjórnvöld setja meira en 15 milljarða til hælisleitenda. Lesendur gæta bætt við þennan lista ýmsum öðrum málaflokkum þar sem fjármunir leka stjórnlaust úr ríkiskassanum.
  • Sem betur fer hafa Sjálfstæðismenn verið að vakna til lífsins um að vitleysan og óráðsían hafi gengið of langt og vonandi tekst þeim að leiðrétta stefnuna á síðari hluta kjörtímabilsins og hafa betri hemil á marxistunum sem þeir hafa valið sem sína nánustu samstarfsmenn í ríkisstjórn.

 

 


Bloggfærslur 28. október 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband