Myndir sem segja meira en þúsund orð

Hér eru tvær ljósmyndir úr Mogganum í dag til að minna lesendur á mikilvægi þess að taka öllu með fyrirvara og láta ekki blekkjast eða leiðast í villu án þess að hugsa og leggja sjálfstætt mat á stóru myndina sem býr að baki leiktjöldunum. 

Mynd 1: Kafarar á bökkum Hrútu eru ekki að fara að bjarga / afstýra / lágmarka það tjón sem orðið er. Vitað er að þúsundir eldislaxa sluppu úr sjókvíum og ganga nú upp í ár um allt land. Myndin væri hlægileg ef heildarsamhengið væri ekki svona alvarlegt.Kafarar 2023

Mynd 2: Þegar bókstaflega allir eru hættir að ganga með grímur fyrir andlitinu birtist mynd af tveimur prófessorum í slíkum búningi. Myndin vakti sérstaka eftirtekt mína því síðast í gær hitti ég mann frá Kaliforníu sem sagði að sjúkrahúsin þar hefðu nýverið reynt að setja á grímuskyldu að nýju en þurft að hörfa undan eindregnum andmælum almennings þar sem þó lét bjóða sér býsna margt í kófinu. Eina leiðin til að skilja það að prófessorar á hátindi síns starfsferils feli andlit sín er sú að þau óttist eftirmálin, enda hefur annað þeirra, Drew Wessmann, sjálf vakið athygli á að aukaverkanir mRNA lyfjanna séu ,,ekki smávægilegar" (e. non trivial). Fleiri aðvörunarbjöllur hringja daglega, sjá t.d. hérhér og hér. Myndin væri hlægileg ef heildarsamhengið væri ekki svona alvarlegt.nóbel


Bloggfærslur 3. október 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband