Að gera sér grein fyrir stöðu sinni

Er við hæfi að forsætisráðherra herlauss ríkis, sem ekki þarf að senda unga menn út á vígvöllinn, skuli tala eins og hér er gert? Væri ekki nær að Katrín Jakobsdóttir stígi fram sem talsmaður sátta og friðar fremur en að hvetja til þess að ríki Evrópu haldi áfram að hella olíu á stríðsbálið? Hefur VG algjörlega slitnað af sinni pólitísku rót? Ef það er rétt að sérhver þjóð fái þá leiðtoga sem hún á skilið, þá hlýtur þetta viðtal að vera til marks um að við Íslendingar þurfi að vakna af þyrnirósarsvefni og taka til heima hjá okkur áður en við förum að hvetja til þess að garðar annarra þjóða séu sprengdir í tætlur. 


mbl.is Áhyggjur af umræðu um stríðið í Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingvellir

Arnar Phillip 23Á Þingvöllum í gær velti þýskumælandi félagi minn fyrir sér orðsifjum. Þing er náskylt orðinu think á ensku og sögninni denken á þýsku. Þýska nafnorðið Ding og enska nafnorðið thing þýðir málefni eða hlutur. Þegar kollegi minn horfði yfir landið sagði hann útilokað að menn hefðu komið um svo langan og torfæran veg til að ræða smámuni og aukaatriði. 

Á Þingvöllum komu menn saman til að hugsa og ræða saman um aðkallandi vandamál, sammælast um reglur og finna lausnir / úrræði / viðbrögð / svör við knýjandi áskorunum samtímans. Menn sem voru fjarverandi heimilum sínum um hábjargræðistímann höfðu örugglega engan húmor fyrir innantómu blaðri, sýndarmennsku eða dyggðaflöggun. Þar hefði enginn vogað sér að gera tillögur um kostnaðarsamar gervilausnir á tilbúnum / uppblásnum vandamálum.  

 


Bloggfærslur 6. október 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband