8.10.2023 | 15:40
Sakleysið er heilagt, eins og lífið
Það fylgir því engin gleði að fjalla um málefnið sem var til umræðu í þessum útvarpsþætti fyrr í dag, en það þarf þó að gera. Öll menningarsamfélög sögunnar hafa glímt við stórar tilvistarspurningar svo sem hver við erum, hver sé tilgangur okkar og hvað tekur við að lokinni þessari jarðnesku tilvist. Með sama hætti hafa menn glímt við spurninguna um hver sé hinn rétti jafnvægispunktur milli ábyrgðar og frelsis. Öll stóru trúarbrögð mannkynsins virðast vera sammmála um mikilvægi þess að rækta beri dyggðir, en forðast lesti. Í þeim tilgangi hefur áherslan verið á það að hækka vitundarstigið, þannig að hið holdlega megi helgast og göfgast af hinu háleita og helga sem er heimur umhyggju og elsku. Maðurinn er andleg vera (e. spiritual), fær um að lifa vitsmunalífi og greina gott frá illu. Í almennu tali heitir það að maðurinn sé fær um að lifa siðferðilegu lífi, sem stefnir í átt til hins góða, sanna og fagra. Hluti af því er að leyfa sakleysinu að vara sem lengst, því sakleysið er heilagt, eins og lífið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)