Hver hugsar fyrir þig?

Gagnrýnin hugsun birtist ekki í því að boða sannleikann fyrirvaralaust heldur þvert á móti í getu til að efast um eigin afstöðu. Slíkur efi er hollur því hann fæðir af sér auðmýkt og varúð. Afkvæmi fullvissunnar geta verið öllu verri, s.s. hroki, valdbeiting og ofríki.

Við lifum nú í samfélagi sem virðist eiga bágt með að umbera efa og sýnir óþol gagnvart þeim sem voga sér að minna á að fleiri en ein hlið sé á hverju máli. Hlutverk einstaklingsins í slíku samfélagi er ekki að beita eigin vitsmunum, heldur aðeins að fylgja þeirri línu sem lögð hefur verið, m.ö.o. fylgja línu hópsins. Í stað sjálfstæðrar hugsunar er krafist hjarðhugsunar. 

Mannkynssagan geymir ótal sorgleg dæmi um þær ófarir og hörmungar sem af því leiðir þegar menn gera hugmyndir sínar að kreddum og fara umgangast þær eins og heilög sannindi, sem ekki má efast um eða gagnrýna. 

 


Bloggfærslur 22. febrúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband