Reykholt kl. 11 á morgun

Málþingið hefst kl. 11 á morgun í Reykholti í Borgarfirði með ávarpi og sögulegu yfirliti sr. Geirs Waage. Aðalræðumaður dagsins verður prófessor Hans Petter Graver, sem flytja mun erindi að loknu hádegishléi. Fyrir og eftir ræðu HPG munu aðrir ræðumenn fara vítt og breitt um sviðið. Stefnt er að því að eftir hverjar 2 ræður muni gefast 15-20 mínútur fyrir frjálst samtal. [Smellið á myndina til að sjá nánari lýsingu]Málþing

Að málþinginu loknu, kl. 17.10, gefst viðstöddum færi á að sækja stutta tíðagjörð og andakt í Reykholtskirkju undir stjórn sr. Geirs og sr. Gunnlaugs Garðarssonar. Þar mun ég lesa úr Fjallræðunni og flytja hugleiðingu. 

Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og eiga góða og gefandi stund. 

 


Bloggfærslur 2. júní 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband