Varhugaverður woke-ismi

Í viðtalsþætti hjá Sölva Tryggvasyni, sem tekinn var upp í gær og verður væntanlega birtur á næstu dögum, ræddi ég m.a. um woke-menningarbyltinguna (ný-marxismann) sem daglega heggur í undirstöður vestrænna samfélaga. Woke-isminn miðar að því að eyðileggja vestræna menningu innan frá og koma á fót annars konar samfélagsgerð, þar sem öllu verður skipt jafnt í anda kommúnisma, en frelsi borgaranna um leið verulega skert. Samtal okkar Sölva barst að því hvernig stöðugt er vegið að dómgreind fólks með því að segja okkur að 2+2 séu ekki 4. Heilbrigð skynsemi segir okkur að gera verði greinarmun á staðreyndum og líðan. Því er varhugavert að halda þeirri hugmyndafræði á lofti að menn geti skilgreint sig sem dýr eða valið sér kyn með aðstoð læknavísinda og lyfjaiðnaðarins. Woke-isminn beitir sífelldum ögrunum, sem málsvarar hans krefjast að allir láti yfir sig ganga, svo sem að karlmenn, sem skilgreina sig sem konu, geti gengið um kvennaklefann í sundlaugum. Woke-isminn leiðir af sér alls konar þversagnir og hræsni sem veldur óstöðugleika og grefur undan trausti fólks á sjálfu sér og undirstöðum þjóðfélagsins. 

Í þættinum velti ég einnig fyrir mér hvernig ríkisstjórnin er uppfull af mótsögnum, sbr. það að ráðherrar geti á sama tíma haft svo miklar áhyggjur af því hvernig hvalir eru aflífaðir að lagt sé (ólögmætt) bann við hvalveiðum, en á sama tíma sé verið að senda fjármuni og vopn til Úkraínu, vitandi um skelfilegar afleiðingar vígbúnaðarins á dýrmæt mannslíf. 

,,Þvi lengur sem ég lifi, því líklegra finnst mér að jörðin sé notuð af öðrum plánetum sem geðveikrahæli." (George Bernard Shaw)


Bloggfærslur 15. júlí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband