11.9.2023 | 09:16
Hvar eru nú málsvarar bænda / veiðiréttarhafa?
Hafandi varið þremur yndislegum dögum við árbakka Laxár í Aðaldal nú í síðustu viku er ég harmi sleginn yfir fréttum af því sem með réttu má kalla umhverfisslys, þ.e. að þúsundir eldislaxa hafi sloppið úr sjókvíum í Patreksfirði í ágúst. Meðal veiðifélaga minna voru menn sem veitt hafa lengi í Noregi og þekkja vel til neikvæðra afleiðinga sjókvíaeldis þar í landi. Stjórnmálamenn hafa á síðustu árum keppst um að mæra þessa starfsemi, en hvar eru nú málsvarar landeigenda / veiðiréttarhafa / bænda þegar þeir standa frammi fyrir ógn á þessum skala? Halda mætti að stjórnmálamenn hirði ekki um hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja, heldur leggi allt kapp á að þjóna þeim einum sem hafa risahagsmuna að gæta. Vonandi er það ekki svo.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)