16.9.2023 | 09:04
Hverjum leyfist að stefna brothættu fleyi beint í brimgarðinn?
Sá sem þetta ritar lagði huggulegan embættisferil á hilluna til að geta, sem frjáls maður, nýtt stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi til beinnar þátttöku í vörn þess sem kenna má við frjálslynt og lýðræðislegt stjórnarfar. Í þeim tilgangi að finna samherja í þeirri baráttu skráði ég mig í stjórnmálaflokk sem gefur sig út fyrir að vera frjálslyndur íhaldsflokkur, sem er andvígur aðild Íslands að ESB. Um yfirlýsta stefnu flokksins má t.d. vísa til eftirfarandi texta beint af heimasíðu flokksins:
Hvað segir Sjálfsstæðisflokkurinn um alþjóðasamvinnu? Sjálfsstæðisflokkurinn leggur mikla áherslu á öfluga alþjóðasamvinnu og opin alþjóðaviðskipti. Þannig eru hagsmunir smáríkis best tryggðir. Slík samvinna má þó aldrei draga úr fullveldi lands og þjóðar, sem fyrri kynslóðir lögðu allt í sölurnar til að ná. Kjarninn í alþjóðlegu samstarfi Íslands byggir á frelsi, mannréttindum, velferð og sameiginlegum gildum og hagsmunum. Sjálfsstæðisflokkurinn vann að aðild Íslands að helstu alþjóðlegum stofnunum svo sem Sameinuðu þjóðunum, Atlantshafsbandalaginu og Evrópska efnahagssvæðinu, vill viðhalda henni og treysta viðskipti við aðrar þjóðir á grundvelli fríverslunar.
Hvað segir sjálfsstæðisstefnan um lýðræði og frelsi? Sjálfstæðisflokkurinn er lýðræðisflokkur sem er fylgjandi valddreifingu í þjóðfélaginu. Hann setur traust sitt og trú á hverja manneskju í þeirri vissu, að fái frumkvæði, framkvæmdaþróttur og kapp hvers og eins notið sín, miði samfélaginu öllu skjótast áfram. Stefna flokksins miðast við það, að fólk fái notið ávaxta verka sinna og sjái tilgang í því að leggja sig fram, sér og sínum til viðurværis, hagsbóta og ánægju. Sjálfstæðisstefnan leggur áherslu á að sjálfstæðisbaráttan getur aldrei tekið enda. Lýðræði og lýðfrelsi er ekki tryggt, vegna þess eins að þingkosningar og sveitarstjórnarkosningar fara fram fjórða hvert ár. Ef t.d. þessar stofnanir fólksins, þing og sveitarstjórnir, gleyma að vald þeirra kemur frá fólkinu og fara að haga sér eins og opinberar stofnanir hafi sjálfstæðar þarfir, er bæði lýðræði og lýðfrelsinu hætta búin. Frelsi verður aldrei tryggt í eitt skipti fyrir öll. Þess vegna eru önnur kjörorð Sjálfstæðisflokksins Báknið burt.
Með frumvarpinu er ætlunin að gera nauðsynlegar breytingar til þess að breyta innleiðingu bókunar 35 við EES-samninginn og tryggja fulla virkni hans hér á landi í þágu einstaklinga og lögaðila. Endurflutt. Október.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Bloggfærslur 16. september 2023
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.8.): 1
- Sl. sólarhring: 25
- Sl. viku: 689
- Frá upphafi: 438582
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 590
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar