Má bjóða þér far með stefnulausri skútu?

Þegar aðrir mjálma yfir því að ég eigi að ,,vanda orðaval" mitt betur og vilja vísa mér á góðan ,,PR mann" til að slípa mig til, þá er hægt að treysta Eyjamönnum - og öðrum sem eru í tengslum við náttúruöflin og raunveruleikann - til að segja mér að ,,tala hreint út" og fara ekki í kringum hlutina eins og ,,köttur í kringum heitan graut". Sérstaklega var hressandi að fá símtal frá ónefndum skipstóra í gær sem skammaði mig fyrir að ,,ganga ekki nógu langt" í lýsingum á því ,,ófremdarástandi" sem ríkir í stjórnmálum nútímans, þar sem flest er í ólestri. 

Að þessu sögðu hvet ég alla áhugamenn um íslensk stjórnmál til að lesa kjarnyrta grein Páls Magnússonar í Mogganum í dag. Þar lýsir hann því sem Gandhi flokkaði sem ,,samfélagslega höfuðsynd", þ.e. prinsipplausum stjórnmálum (e. Politics without principles).

Enginn heilvita maður myndi stíga um borð í skip með áhöfn sem vissi ekki hvert hún væri að fara. Er í því ljósi ásættanlegt fyrir heila þjóð að sitja sem farþegar um borð í skútu þar sem siglingafræðin eru vanvirt, skipstjórnendur ósamstíga, stefnan reikul og enginn veit hvert stefnir?  

mbl210923


Bloggfærslur 21. september 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband