Drullupollar og kristalskúlur

Gríski heimspekingurinn Epiktet (50-138) sagði ,,Ef þú ætlar að taka þér eitthvað fyrir hendur, skaltu gera þér ljóst hvert eðli þess er. Ef þú ætlar t.d. að ganga til laugar, skaltu gera þér ljóst, hvað tíðum hendir í lauginni. Vatni er skvett á suma og öðrum er troðið um tær, sumir skattyrðast og enn aðrir stela. Þú munt ganga öruggari að verki ef þú segir sjálfum þér áður: Ég ætla að fara í laug og halda skapi mínu í eðlilegu horfi. Farðu eins að hvert sem verkið er. Ef eitthvað mótdrægt hendir þig í lauginni, þá hefur þú svarið á reiðum höndum: Ég ætlaði ekki einungis að lauga mig, heldur einnig að halda skapi mínu í jafnvægi, en það myndi ég ekki gera ef ég yrði gramur af því er hér gerist". (Þýð. Dr. Broddi Jóhannesson).
 
Með því að lýsa yfir þátttöku í stjórnmálum tók ég auðvitað með í reikninginn að skvett yrði á mig vatni úr ýmsum áttum, en að útgefandi DV og leigupenni hans reyndu að draga mig ofan í drullupollinn sinn með ósannindum, fleipri, óhróðri og uppnefnum bendir til að framboð mitt valdi þeim áhyggjum. Þótt útgefandi DV sé á þeirri skoðun að best sé að framselja sem mest vald til Brussel, þá myndi ég fremur vilja rökræða við þá en að kalla þá stjórnlynda, andstæðinga lýðræðis o.s.frv. Í Pallborðinu á Stöð 2 í gær hrósaði ég Lilju Alfreðs fyrir að koma hreint fram. Leigupenni hjá DV sem rýnir í kristalskúlu í bergmálshellinum sínum á ekki slíka virðingu skilda. Kjósendur munu eiga síðasta orðið, ekki kristalskúla DV.
 
 

Bloggfærslur 1. október 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband