Klukka landsins

Hver er ástæða þess að klukka er í merki Lýðræðisflokksins?

Klukka er táknræn fyrir vakningu. Í aldanna rás hafa klukkur gegnt því hlutverki að kalla fólk saman, til samveru, til fundar, til máltíðar, til messu og til starfa. Misstórar klukkur hafa ólíka tíðni og hljóma því á ólíkan hátt og hafa mismunandi áhrif, því hljómurinn er tíðni og tíðni er orka. Talið er að klukkur hafi löngum þjónað heilunarhlutverki, m.a. í kirkjum.  

Í styrjöldum voru klukkur bræddar og notaðar í vopn. Notkun málms klukknanna var breytt úr því að vera heilandi og uppbyggjandi í niðurrif og dauða. Í Íslandsklukku Halldórs Laxness skipar embættismaður erlends konungsvalds Jóni Hreggviðssyni að skera niður klukku landsins sem kallað hafði menn til Alþingis frá örófi:Klukka

„En þetta er ekki kirkjuklukka. Þetta er klukkan landsins. […] Ég er orðinn gamall maður. Klukkuna þá arna hefur landið altaf átt. Hvur hefur bréf uppá það? sagði böðullinn. Faðir minn var fæddur hér í Bláskógaheiðinni, sagði gamli maðurinn. Einginn á annað en það sem hann hefur bréf uppá, sagði kóngsins böðull. Ég trúi það standi í gömlum bókum, sagði öldúngurinn, að þegar austmenn komu hér að auðu landi hafi þeir fundið þessa klukku í einum helli við sjó, ásamt krossi sem nú er týndur. Mitt bréf er frá kónginum segi ég, sagði böðullinn. Og snautaðu uppá þekjuna Jón Hreggviðsson …“

Klukka Lýðræðisflokksins er táknræn á margan hátt og áminning um mikilvægi þess að hver og einn vakni til vitundar um mikilvægi sitt í samfélaginu. Saman getum við gert kraftaverk, íslensku þjóðinni og framtíð landsins til heilla.


Bloggfærslur 20. október 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband