27.11.2024 | 09:25
Samantekt um ,,Forystusætið" á RÚV í gærkvöldi
Frambjóðendur annarra stjórnmálaflokka tala tungum tveim og sitt með hvorri af því þeir vilja vera ATVINNUSTJÓRNMÁLAMENN. Þau hafa gleymt því að stjórnmálin eiga ekki að snúast um þá sem eru í stjórnmálum, heldur um FÓLKIÐ Í LANDINU.
Málflutningur frambjóðenda XL grundvallast á því að hér búi frjáls þjóð í frjálsu landi. Við viljum verja það sem er satt, gott og fagurt. Ég skora á fólk að kjósa með hjartanu. Ef fólk vill breytingar, þá verður það að kjósa breytingar. Lýðræðisflokkurinn hefur ekki svikið kjósendur.
P.S. Umhugsunarefni fyrir Íslendinga: Þáttastjórnandi setti fram lýsingu á Eldi Smára sem AÞJ kannaðist ekki við, enda mun sú lýsing ekki eiga stoð í raunveruleikanum: Eldur hefur aldrei verið handtekinn, aldrei fjarlægður af lögreglu, aldrei ráðist persónulega að fólki og ekki einu sinni fengið stöðumælasekt! Má ríkisfjölmiðill setja fram órökstuddar ásakanir með þessum hætti og vega þannig að mannorði þeirra sem ekki eru viðstaddir til að andmæla?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)