30.11.2024 | 08:57
Árétting
Árétting í framhaldi af kappræðum á RÚV í gærkvöldi: Enginn þingmaður á Alþingi Íslendinga greiddi atkvæði gegn vopnakaupum í nafni Íslands. Örfáir þingmenn sátu hjá, en hjáseta er afstöðuleysi og jafngildir ekki því að greiða atkvæði gegn tillögu. Að því sögðu óska ég Íslendingum gleðilegs kjördags og skora á alla að taka afstöðu og tjá vilja sinn með skýrum hætti með atkvæði sínu. Þorum að standa með friði og farsæld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)