Valdastreita og vanheilagt bandalag

Í nýjasta Brotkast-þætti mínum, sem birtur verður í heild kl. 9 í dag, fjalla ég um mikilvæg álitamál sem ættu að vera til daglegrar umræðu en eru það af einhverjum ástæðum ekki, svo sem þá alvarlegu þróun sem blasir við á vettvangi stjórnmálanna, bæði hérlendis og erlendis (nú síðast í Frakklandi), þar sem valdastreituflokkar til hægri hafa gengið í vanheilagt bandalag við róttæka vinstri menn. Með valdastreitu er skírskotað til þess að menn geri nánast hvað sem er til að komast til valda og halda völdum. Með vanheilögu bandalagi er vísað til þess að í slíku samstarfi taka pólitískir andstæðingar höndum saman og skuldbinda sig í reynd til að gefa afslátt af öllum sínum prinsippum / ganga á bak allra loforða sem gefin voru kjósendum í aðdraganda kosninga. Þetta er það sem Mahatma Gandhi taldi verstu tegund stjórnmála, þ.e. "Politics without principles" og lýsti sem höfuðsynd gegn samfélaginu. Í þættinum lýsi ég því sem sameinar þessar tvær tegundir stjórnmálamanna, þ.e. draumurinn um alþjóðlega yfirstjórn (e. global control) þar sem menn geta sameinast um að ganga erinda yfirþjóðlegs valds, alþjóðlegra stofnana, alþjóðlegra stórfyrirtækja og ríkustu manna heims. 

Í þættinum hvet ég áhorfendur til að andmæla þessari afturför, því afleiðingar slíks samstarfs birtast í ofstjórn annars vegar (eftirlitsiðnaði, útþenslu ríkisins) og óstjórn hins vegar (stjórnlaus ríkisútgöld, veiking nauðsynlegra innviða) sem knésetur bæði fólk og fyrirtæki að lokum. 


Bloggfærslur 11. júlí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband