31.8.2024 | 12:24
Varúð, óhefluð framsetning
Í einhverri bók eftir Milan Kundera las ég fyrir löngu síðan setningu um það að veruleikinn væri heimsálfa sem við ferðumst allt of sjaldan til. Þessi orð rifjuðust upp þegar ég hlustaði á þetta nýja viðtal Tucker Carlson við Michael Benz, því hér falla sannleiksbombur ótt og títt.
Fyrir alla þá sem enn hafa ekki áttað sig á því hvernig verið er að snúa öllu á hvolf, hvernig ritskoðun er beitt í nafni ,,lýðræðis", hvernig sannleikur er útmálaður sem lygi, réttar en óþægilegar upplýsingar stimplaðar sem "malinformation", hvernig vilji almennings er afbakaður sem ,,popúlismi", hvernig stefnuboðun stóru fjölmiðlanna (MSM) er samstillt og hvernig áróðursvélarnar eru fjármagnaðar úr opinberum sjóðum sem knúnar eru áfram af taumlausri peningaprentun, þá mæli ég með því að menn gefi sér tíma til að hlusta.
Fyrir þá sem kjósa að einblína á leiktjöldin sem stóru fjölmiðlarnir stilla upp daglega, þá er best að forðast áheyrn, því menn gætu meiðst þegar leikmyndin hrynur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)