16.1.2025 | 12:20
Guðni Ágústsson sér hvert stefnir.
Guðni Ágústsson hefur fylgst nógu lengi með íslenskum stjórnmálum til að sjá hvert stefnir. Hann gleymir því að vísu að í síðustu alþingiskosningum var einn flokkur, Lýðræðisflokkurinn, sem lagði áherslu á öll þau mál sem Guðni telur vanrækt í dag. Ef horft er á niðurstöður kosninganna þá er niðurstaða Guðna því mögulega rétt, þótt ég hefði kosið að orða niðurstöðuna með mildari hætti: Fæstir sjá stóra samhengið og halda að stjórnmálin í dag lúti enn sömu lögmálum og árið 1990. Svo er ekki. Vald og auður hafa færst úr landi og sú þróun mun að öllu óbreyttu halda áfram.
Áherslur nútímastjórnmála eru öfugar við þær sem þær voru (Hvað get ég gert fyrir landið mitt?). Síðustu ár hafa þær snúist um allt annað (Hvað getur landið gert fyrir mig?). Þessi öfugþróun getur þó ekki haldið áfram mikið lengur. Stjórnmálin verða leiðrétt. Það verður að gerast ef ekki á illa að fara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)