Kaldasta bananalýðveldi heims?

Þjóð sem er illa læs, býr við ríkisvætt fjölmiðlaumhverfi og lætur aðra hugsa fyrir sig mun fyrr en síðar gleyma eigin sögu. Slík þjóð er í veikri stöðu þegar kemur að því að sjá hlutina í samhengi og falla ekki í gryfjur sem sagan sýnir að eru háskalegar hverjum þeim sem þangað hrapa. Slík þjóð gæti fyllst reiði (t.d. með því að gelta á alþjóðasviðinu og heimta meira stríð), hroka (t.d. með því að fella siðferðisdóma um leiðtoga stórveldanna), græðgi (og selt undan sér landið og auðlindirnar), þunglyndi (og eignast heimsmet í neyslu geðlyfja), stundað ofát (og orðið ein af feitustu þjóðum heims) og stundað munúðlífi (m.a. með því að sitja lömuð fyrir framan sjónvarpsskjáinn löngum stundum, kjósa ómerkinga inn á Alþingi, taka ekki ábyrgð á eigin lífi, framtíð landsins eða afkomenda sinna). Glöggir menn gætu hafa séð að hér er verið að vísa til hinna sjö kristnu höfuðsynda. Hinir sem ekki þekktu stefin gætu þurft að íhuga hvort hugur þeirra þurfi á styrkingu að halda, t.d. með því að rifja upp og skoða þær sögulegu, trúarlegu og menningarlegu undirstöður sem tilvera þeirra og samfélags okkar stendur á, því miður eins og afskorið blóm, því þegar almenningur missir tengsl við þessar rætur visna samfélög og lenda í einhvers konar efnahagslegu og / eða menningarlegu hruni. Um þetta eru til ótal sorgleg, söguleg dæmi. 

Fyrir aðeins nokkrum áratugum geisaði kalt stríð milli stórvelda heimsins, milli vesturs og austurs. Churchill lýsti því svo að járntjald hefði verið dregið yfir meginland Evrópu. 

Nú er að teiknast upp ný en kunnugleg staða í heimsmálunum og þrjú stórveldi togast á: Bandaríkin, Kína og Rússland. Trump hringir í forsætisráðherra gamals nýlenduveldis, Danmerkur, og vill fá Grænland undir sinn væng. Kína þenur sitt áhrifasvæði út með öðrum hætti, m.a. með landakaupum í Kyrrahafi og í Afríku. Rússar standa í beinum hernaði.  Evrópusambandið er ekki með í þessari upptalningu, enda stendur það á brauðfótum, ekki aðeins efnahagslega og hernaðarlega, heldur einnig pólitískt og lýðræðislega. Ekkert af vandamálum ESB eru óvænt enda hefur ESB dregið dám af (lært ósiði af) Sovétríkjunum sálugu (USSR - Union of Soviet Socialist Republics). Fyrir þá sem ekki þekkja söguna þá þýðir "sovét" ráð á rússnesku. Ráðin voru löggjafar- og stjórnsýslueiningar í Sovétríkjunum. Ráðin voru pólitískt skipuð og enginn gat setið þar nema "rétthugsandi" pólitískir gæðingar samþykktu þá skipun, hafandi fullvissað sig um að hlutaðeigandi væri sannfærður og einlægur kommúnisti. Woke-kreddan (krabbameinið) er kommúnísmi í nýjum búningi. Þessi kredda hefur myndað æxlisvöxt um allt stjórnkerfið á Íslandi og innan ESB. Afleiðingin er sú að heilaþveginn íslenskur almenningur hefur kosið yfir síg nýja ríkisstjórn sem hyggst færa járntjald ný-kommúnismans yfir á vestustu odda Íslands með tilheyrandi rétthugsun, ritskoðun og hægfara efnahagslegu sjálfsmorði í sovéskum stíl.  

Ísland þarf að taka skarpa beygju, helst algjöra U beygju: Losa sig við Ingu Sæland (og Flokk fólksins) af Alþingi, og framkvæma tímabæra pólitíska endurnýjun, því engin þjóð þolir að hafa einn yfirlýstan (en falskan) hægriflokk sem étur allt upp eftir bandaríska Demókrataflokknum, þ.m.t. stríðsæsingatal og woke-isma (eins og Sjálfstæðisflokkur Bjarna Benediktssonar hefur gert). Ef þetta verður ekki gert mun Ísland sannarlega verða "Socialist Republic" í sovéskum stíl þar sem ónýtt bótakerfi bætir ekki upp láglaunastefnu og landlæga spillingu.


Bloggfærslur 25. janúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband