Svart og hvítt?

Nú liggur fyrir að ,,staðreyndavakt" Fésbókarinnar (e. fact-check) verður aflögð. Um er að ræða ,,meiri háttar stefnubreytingu" og í takt við þá vakningu sem er að eiga sér stað vestan hafs, þ.e. að allt of langt hafi verið gengið í þöggun og ritskoðun á síðustu árum. Þetta á ekki síst við um aðgerðir stjórnvalda á kóvid-tímabilinu.

Bæði austan hafs og vestan (en ekki á Íslandi) er hafin mikil umræða um aðgerðir stjórnvalda og þá pólitísku slagsíðu sem einkenndi leyfilega umræðu. Um þetta segir Zuckerberg sjálfur: 

„Við ætl­um að losa okk­ur við þá sem hafa verið á staðreynda­vakt­inni, þar sem þeir hafa verið of hlut­dræg­ir póli­tískt séð og hafa dregið meira úr trausti frem­ur en að efla það, þá sér í lagi í Banda­ríkj­un­um.“

Af þessu tilefni er gott að rifja upp hvernig staðið var að ,,staðreyndavöktun" hér á Íslandi, sbr. m.a. þessa frétt frá árinu 2021, þar sem greint var frá því að Þjóðaröryggisráð hefði ákveðið að ,,koma á fót vinnuhópi til að kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hér á landi og gera tillögur um aðgerðir til þess að sporna gegn henni."

Lesendur eru hvattir til að kynna sér skýrslu vinnuhópsins, sem ekki hefur elst vel. Margt af því sem þar er talið til ósanninda hefur síðar verið viðurkennt sem sannindi. Skýrsla vinnuhópsins er minnisvarði um nálgun sem vonandi mun brátt heyra sögunni til, þ.e. um forræðishyggju stjórnvalda og vantraust í garð borgaranna. Nýir vindar vestan hafs blása í allt aðra átt, þ.e. að treysta beri almennum borgurum til að setja inn upplýsingar og athugasemdir til að skýra samhengi hlutana og útskýra það sem um ræðir. 

Þýðir þetta að brátt verði farið með gagnrýnum hætti yfir það sem vinnuhópurinn og íslesk stjórnvöld stimpluðu sem upplýsingaóreiðu, falsfréttir o.fl.? Því er til að svara, að á meðan aðrar þjóðir hafa fyrir þegar hafið heiðarlega umræðu um þetta tímabil, þá hafa Íslendingar fengið einn helsta stjórnanda aðgerðanna í sæti heilbrigðisráðherra. Heiðarlegt uppgjör mun væntanlega ekki eiga sér stað fyrr en valdatíma hennar lýkur. Mismunurinn gæti orðið sláandi: Á sama tíma og Bandaríkjamenn munu sem sagt ráðast gegn ritskoðun og lækka skatta mun vinstri stjórnin á Íslandi halda áfram að loka á umræðu, auka á eftirlit, hækka skatta og gjöld og í stuttu máli íþyngja íslensku atvinnulífi. Mismunurinn verður að öllum líkindum augljós og sláandi. 

 

 

mbl.is Meta lokar á staðreyndavaktina á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. janúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband