Mann ist was mann isst (Ef þú borðar ekkert nema búðing verður þú búðingur)

Stóru strákarnir eru að fara að slást á skólalóðinni. Báðir eiga sína stuðningsmenn sem hvetja þá áfram með hrópum og klappi. En nú gerist fáheyrður atburður: Minnsti drengurinn í skólanum, sem hefur ekkert borðað nema búðing síðustu árin og er fyrir vikið orðinn að nokkurs konar búiðingi sjálfur, blandar sér í málin með því að stilla sér upp á bak við annan deiluaðilann, eys svívirðingum yfir hinn og steytir hnefann. Þú hefur séð þessa senu margoft áður og hún er blanda af skopleik og harmleik, því litli kúturinn lítur sjaldnast vel út og endar oft með því að verða sjálfur barinn. 

Smáþjóð eins og Ísland á ekki að ganga um og sveifla kylfu gagnvart öðrum. Herlaus þjóð hefur ekki siðferðilega heimild til að blanda sér í hernaðarátök þar sem annarra manna sonum er att út á vígvöllinn. Á vígvelli hefur Ísland enga innistæðu. Farsælla væri að minnast þess að lýðveldið okkar var grundvallað á friðsemi og hlutleysi. Á þeim grunni gætum við líka gert öðrum þjóðum mest gagn, þ.e. með því að stilla til friðar og bera klæði á vopn. 

En mikil er ógæfa þeirrar þjóðar sem kosið hefur yfir sig óhæfa stjórnendur. 

Í Morgunblaðinu í dag birtir Rajan Parrikar kurteislega, málefnalega og tímabæra ádrepu til íslenskrar þjóðar, sem endar á þessum orðum: 

Ísland nútímans býr við auð, menntun og þægindi sem ekki eiga sér hliðstæðu í sögu þess. Samt er metnaðurinn takmarkaður á hinu opinbera sviði þjóðlífsins, þar sem fylgispekt kæfir og frávik frá framfaratrúnni kalla yfir mann ámæli – meðan meðalmennskan sveipar sig skikkju verðleika. Tíðarandinn er gegnsýrður af truflun. Þessi útvalda kynslóð, lánsöm og studd af tækniframförum, hneigist að ofuráherslu á kynferði og nautnahyggju um helgar. Slík partí-hyggja er ekki skaðlaus útrás heldur flótti frá lögmálum tilverunnar. Endurspeglast þetta svo í menntuninni. Námskráin snýst nú um trúarsetningar í kynjafræði og transhugmyndafræði, sem gerir nám að innrætingu fremur en viskuleit. Ungum er meinað að fást við hugmyndir sem víkka hugann. Niðurstöður prófa staðfesta hrunið.

[...]

Nú er einkar örlagaríkur tími í sögu Íslands. Samfélag sem rekur stjórnlaust áfram í gáleysi getur ekki varið framtíð sína. Íslendingar eyða brennandi ástríðu sinni í Gasa og Úkraínu, átök sem þeir ráða engu um, á meðan hið sögulega Ísland fjarar út. Gjald þessa er ekki lengur einungis menningarlegt heldur tilvistarlegt, þar sem lýðfræðileg útrýming íslensku þjóðarinnar vomir yfir á komandi áratugum. Það sem hrjáir Ísland er ekki skortur á hæfileikum heldur það að stanslaust er grafið undan vitsmunalegri og andlegri dýpt. Þar til sú dýpt er endurheimt verður ekkert að gert.

Glöggt er gests augað. Rajan tekur í grein sinni efnislega í sama streng og ég í þessu viðtali á eina frjálsa fjölmiðli landsins

 

 


Bloggfærslur 6. október 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband