Nútíminn er "orvelskur"

Með hverjum deginum sem líður tekur samfélag okkar á sig "orvelskari" mynd, sbr. enska orðið Orwellian sem vísar til framtíðarsamfélags í anda George Orwells. Í ljósi aðstæðna hefðu Íslendingar meira gagn af því að kynna sér rit (viðvaranir) Orwells en að sækja auglýst námskeið fyrrum forsætisráðherra um "glæpasögur".

Ný sviðsmynd að teiknast upp: Trump og Pútín töluðu saman í síma í 90 mínútur í gær um framtíð Úkraínu, án þess að Úkraínuforseti væri með í því samtali, þótt Biden hafi ítrekað lýst því yfir annar háttur yrði hafður á. Aðspurður sagði Trump að forsætisráðherra Úkraínu væri ekki lengur með lýðræðislegt umboð. Með símtalinu er hann þó í raun að undirstrika að smáríki eru peð á taflborði stórveldanna, sem eru þrjú, sbr. Orwell: Oceania (BNA), Evrasía (Rússland) og Austasía (Kína). Nýr tími er runninn upp í stað eldri sviðsmyndarinnar, þar sem bandarískt skattfé var m.a. notað til að fjármagna samtök ríkustu hagsmunaaðila / stórfyrirtækja / auðmanna (e. stakeholders) sem miða að því að koma á miðstýrðu, fjarlægu og ólýðræðislegu valdi.  

Stóra myndin er kannski ekki vel sýnileg ennþá á Íslandi, þar sem ríkisfjölmiðillinn brýtur hlutleysisskyldur sínar daglega og reynir að sameina þjóðina í illvilja gegn sumum en ekki öðrum. Illa er komið fyrir þjóð sem hefur týnt Guði en reynir að sameinast í reiði, heift og illvilja. Pólitískur óstöðugleiki hérlendis þrýstir stjórnmálamönnum sífellt lengra inn í heimatilbúinn hliðarveruleika, þar sem stjórnmálaflokkar misnota löggjafarvaldið til að skammta sér fé úr vösum almennings og gæta hagsmuna hvers annars ef framkvæmdin reynist gölluð, því enginn flokkur þolir leiðréttingu á kerfinu. Í hliðarveruleika íslenskra stjórnmála ræða eru kynjamál efst á dagskrá (kynferði ráðherra í ríkisstjórn, kynjamerkingar á klósettum, kynleiðréttingar, kynhneigð, hvort kynin eru 37 eða 73), en ekki um spillinguna sem vellur upp úr öllum pottum þegar lokið er tekið af þeim. Ríkisreknir fjölmiðlar taka þátt í að ýta undir veruleikafirringuna í von um að styrkjakerfi þeirra verið látið óáreitt og blaðamenn taka jafnvel einnig þátt í leiknum í von um að fá góða stöðu sem upplýsingafulltrúar hjá einhverjum af flokkunum. Hér eru þó ekki allir fjölmiðlar og blaðamenn samsekir, því einstaka maður sker sig úr og leitar sannleikans. Ytri aðstæður gera slíkum mönnum þó erfitt fyrir, sbr. það fréttir af því hvernig ESB bar 132 milljónir Evra á fjölmiðla í aðdraganda kosninga til þings ESB og hvernig USAID notaði skattfé almennings til að fjármagna nær alla meginstraumsmiðla (MSM) sem fjölmiðlanefnd í speki sinni vill að við tökum mest mark á (stórir og rótgrónir fjölmiðlar).  

Á námskeiðinu um Orwell, sem Katrín Jakobsdóttir er ekki að fara að kenna, væri líka full ástæða til að ræða um hellislíkingu Platóns, því hún dregur fram hvernig hópur fólks (heil þjóð?) getur orðið föst í hlekkjum fáfræði og farið að líta á skuggamyndir sem raunveruleika í stað þess að nota eigin augu og eigin hyggjuvit til að horfa á veruleikann eins og hann birtist í raun og veru. 

Hvorki íslensk þjóð, né þingmenn, né ný ríkisstjórn getur lengur leyft sér að nota ímyndanir sem áttavita og ganga um með bundið fyrir augun. ESB er peð á taflborði stórveldanna og mun ekki veita Íslandi efnahagslegt né hernaðarlegt skjól á þeim tímum sem nú fara í hönd, hvað svo sem forsætisráðherra segir.

Ísland á að vera málsvari friðar og sátta, land þar sem raunsætt mat er lagt á stöðu landsins og vernd umhverfisins. Landfræðileg staða okkar er bæði veikleiki og styrkur. Við getum átt friðsamleg og vinsamleg samskipti við aðra og notað okkar veiku rödd til að stilla til friðar fremur en að gerast gjammandi smáhundur í bandi stærri ríkja. Ísland er og verður vonandi "eilífðar smáblómið" sem sungið er um, því allir menn og m.a.s. stórveldin veigra sér við að traðka slík blóm í svaðið. 

 


mbl.is Styrkjamálið til saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. febrúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband