Lítum okkur nær

Á ferðalagi um ruslahauga Internetsins í gær rakst ég á þetta gamla viðtalsbrot við John Lennon, þar sem hann segist vera kominn að þeirri niðurstöðu að samfélögum okkar sé stjórnað af brjálæðingum sem hafi brjálæðisleg markmið. 

 

 

Hvernig ber okkur annars að skilja málflutning vestrænna ráðamanna, þ.m.t. núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra, sem vilja að stríðinu í Úkraínu sé haldið áfram ("Stríð er friður"?) með stuðningi Íslendinga ("Frelsi er þrældómur"?) til að verja lýðræði, frið og frelsi ("Fáviska er styrkur"?)? Og þessi málflutningur dynur á okkur daglega í fréttamiðlum, m.a. frá nýjum forsætisráðherra Íslands, sem teiknar svart-hvíta mynd af Úkraínustríðinu, þótt raunveruleikinn sé mun flóknari. Hvað vakir fyrir evrópskum ráðamönnum, þ.m.t. islenskum? Að við höldum áfram að fjármagna stríðsrekstur, en vanrækja íslenska innviði? Sigla ríkinu (og höfuðborginni) í fjárhagslegt þrot? Hirða ekki um þarfir okkar eigin fólks og berja niður málfrelsi? Nei, það er kominn tími til að þingmenn og ráðherrar líti sér nær. 

 

 

 

Evrópskir ráðamenn hafa ekkert gert í þrjú ár til að stöðva þennnan brjálæðislega stríðsrekstur. Þau hafa ekkert gert annað en að kalla eftir meira stríði, meiri dauða og meiri blóðfórnum ... og meiri peningum úr vösum almennings. 

 

Málflutningur utanríkisráðherra (núverandi og fyrrverandi) um "frið, frelsi, lýðræði og mannréttindi" er innantómur í ljósi þess að Ísland hefur ekkert gert (ekki frekar en ESB) til að afstýra (eða stöðva) manndrápin á Gaza eða í Úkaínu. 

Úkraína er að tapa stríðinu og staðan mun versna því lengur sem evrópskir ráðamenn halda áfram að styðja stríðsreksturinn með pólitískum yfirlýsingum sínum. Kennari á skólalóð hlustar ekki á staðhæfingar um hver hafi byrjað slagsmálin, hann stöðvar þau. Við þurfum fullorðið, ábyrgt fólk aftur í stjórnmálin, ekki ósjálfstætt fólk sem kann ekki annað en að enduróma upphrópanir "stóru strákana" (evrópskra ráðamanna) sem þau líta mest upp til, þ.m.t. Keir Starmer sem sprangar um í fullum herklæðum á hlálegum áróðurs-myndum, þótt hann sé sjálfur algjör væskill sem veldur ekki boxhönskum, hvað þá byssum, og ætti því ekki að vera etja öðrum í fremstu víglínu. Keir

Nei, við þurfum að fá frið fyrir þessari hræsni ráðamanna sem veifa úkraínska fánanaum og þykjast vera að verja frið og frelsi og lýðræði. Málflutningur þeirra er á röngum forsendum, því friður verður aldrei tryggður með stríði heldur með viðræðum og sáttahug. Við þurfum fólk sem einbeitir sér að því að ná niður verðbólgu og vöxtum, stendur vörð um íslenska orku á hagstæðu verði og kann að spara í ríkisrekstri. Í stað þess að þykjast vera áhrifamenn á stóra sviðinu í útlöndum ættu íslenskir ráðherrar að einbeita sér að því að verja efnahag Íslands, sjálfstæði og menningu þessarar fámennu þjóðar.

Sem friðelskandi hljótum við Íslendingar að vilja ganga fram með góðu fordæmi. 

 


Bloggfærslur 24. febrúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband