27.2.2025 | 08:01
Í hnotskurn
Eins hræðilega sorglegt og þetta mál er, þá færir það okkur heimi sanninn um aðra sorglega staðreynd: Íslenska ríkið er ofvaxið og dýrt bákn, þar sem fólk fer með alls konar boð- og bannvald, en enginn ber ábyrgð. Sagan sýnir að slíkt valdakerfi leiðir fyrr en síðar til alls kyns spillingar og misnotkunar á valdi. Ríkinu munar ekki um að innheimta hér einhverja hæstu skatta í heimi, krefjast stöðugt meiri upplýsinga um borgarana, ganga stöðugt lengra í eftirliti, setja sífellt fleiri reglur, búa til sífellt fleiri stöður o.s.frv. Nei, ríkið sölsar undir sig sífellt meiri völd á kostnað þess frelsis sem stjórnarskráin var sett til að verja.
Nú er staðan sú að um 30% fólks á íslenskum vinnumarkaði mun starfa í þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Sú tala er í raun orðin of há tli þess að unnt sé að kjósa þetta kerfi í burtu, þar sem meirihluti kjósenda á í raun afkomu sína undir því að kerfið haldi áfram í óbreyttri mynd. Í BNA munu um 6% vinnandi fólks hafa starfað hjá hinu opinbera og þótti meirihluta Bandaríkjamanna þá nóg komið og nú er verið að segja upp þúsundum þar í landi, þ.e. þúsundum sem ekki gátu sýnt fram á að þau væru að skila gagnlegu dagsverki.
Ábyrgð er grundvallarforsenda þess að menn skili góðu dagsverki. Ef ekki verður tekið á þessum vanda mun hann að lokum leiða íslenska ríkið í þrot. Munu núverandi þingmenn og ráðherrar leiða ganga á undan með góðu fordæmi? Er það líklegt í ljósi þess hvernig þau umgangast reglur um fjármögnun flokka, greiðslu biðlauna o.fl.?
Svona frétt stráir salti í sár aðstandenda og allra sem eiga um sárt að binda vegna þessara voðaverka. Þeim er hér með vottuð innileg samúð. Þau - og við öll - eigum betra skilið en að þurfa að fóðra hér ríkisvald sem heimtar völd en víkur sér undan ábyrgð.
![]() |
Enginn ber ábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)