7.2.2025 | 13:14
Ríkisfjármagnaðir fjölmiðlar eru ekki frjálsir fjölmiðlar. Hugleiðing á útfarardegi Ellerts B. Schram.
Mér er í barnsminni þegar Ellert B. Schram o.fl. stofnuðu Fréttaútvarpið, frjálsa útvarpsstöð, til að andmæla einokun ríkisíns á þeim miðli. Rekstrinum lauk á dramatískan hátt, þar sem Ellert lýsti því í beinni útsendingu hvernig "varðhundar einokunarinnar og afturhaldsins sem kerfiskallarnir og ósvífnir stjórnmálamenn hafa sigað á okkur". Málaliðar ríksvaldsins voru komnir á hurðahúninn til að rjúfa útsendingu. "Þeim liggur mikið á, varðhundum kerfisins, þegar frelsið er farið að ögra þeim". Þetta var á þeim tíma þegar alvöru blaðamennska fólst í því að veita valdinu raunverulegt aðhald og sjá til þess að almenningur fengi aðgang að fleiri sjónarmiðum en aðeins þeim sem ríkisvaldið blessaði. Allt þetta hugsa ég í fjarlægu landi á útfarardegi Ellerts, því fróðlegt hefði verið að heyra hvað hann hefði sagt um þá mynd sem nú hefur afhjúpast í Bandaríkjunum og á alþjóðavettvangi: USAID hefur látið milljónir dollara renna til þúsunda blaðamanna og mörg hundruð fréttaveita um allan heim í því skyni að stýra fréttaflutningi!
Af þessu tilefni birti ég hér þýðingu á texta sem mér sýnist vera ritaður undir dulnefni (Amuse). Um höfundinn veit ég ekkert, en textinn er býsna skýr og góður, - og á fullt erindi við þjóð sem leyft hefur samstilltum (samspilltum?) fjölmiðlum að stýra umræðu (og skoðunum sínum) allt of lengi. TExtinn á fullt erindi við íslenskt þjóðfélag, þar sem allir fjölmiðlar eru annað hvort ríkisreknir eða rikisstyrktir:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.2.2025 | 01:28
Fleiri sjálfsmörk í vændum?
Áður hefur hér verið vísað til kannana sem gerðar hafa verið á Íslandi sem bentu til yfir 90% Íslendinga hefðu kosið K.Harris sem forseta Bandaríkjanna hefðu þeir haft rétt til að kjósa í þar í landi. Tölfræðin er vissulega ótrúleg, en um leið á einhvern hátt óhugnanleg, því það getur ekki verið hollt að búa í samfélagi þar sem allir eiga að hafa sömu skoðun. En dömur mínar og herrar hér er óklippta viðtalið sem "60 minutes" tók við Harris í aðdraganda kosninganna en stakk svo ofan í skúffu, því svörin voru talin til þess fallin að skaða frambjóðandann sem veitti þau. Viðtalið segir okkur væntanlega ýmislegt um (íslenska) kjósendur, en líka margt um það hvernig fjölmiðlar geta reynt að fela það sem þykir ekki sýna "þeirra frambjóðendur" í nægilega jákvæðu ljósi.
Eitt að því sem Harris segir í viðtalinu er að forseti USA geti ekki komið landamæragæslu í viðunandi horf, því þingið þurfi að koma að málum. Örfáum dögum eftir að DT tók við embætti hafði hann þó komið því til leiðar að Mexíkó sendi 10.000 hermenn að landamærunum til að koma skikki á gæsluna við landamærin og skrúfa fyrir straum ólöglegra innflytjenda.
Samhliða þessu er hafin eftirtektarverð tiltekt í fjármálum Bandaríkjanna, þar sem verið er að skrúfa fyrir peningasendingar USAID út um allan heim, m.a.:
- $45 million for DEI scholarships in Burma - $3 million for girls centered climate action in Brazil - $125 million to racialize public health - $280,000 for diverse birdwatchers - $1.5 million for DEI in Serbia - $70,000 for DEI musical in Ireland - $2.5 million for electric vehicles in Vietnam - $47,000 for trans opera in Colombia - $32,000 trans comic book in Peru - $2 million for sex changes in Guatemala - $6 million for tourism in Egypt
óstaðfestar fregnir herma að milljónir dollara hafi ratað alla leið til Íslands. Fróðlegt verður að sjá hvað koma mun í ljós þegar listarnir hafa verið birtir, en það gæti orðið dagaspursmál úr þessu. Leitt væri (og ljótt) ef íslenskir þrýstihópar (og fjölmiðlar) hafa þegið sporslur frá USAID og notað þá fjármuni til að reyna að móta skoðanir Íslendinga í þágu þeirra sem stóðu að baki framboði Harris og áður Bidens. Ef slíkt kemur upp úr kafinu myndi það kalla á alvarlega umræðu um notkun erlendra fjármuna í áróðursskyni og til skoðanamyndunar á Íslandi. En vonandi þurfum við engar slíkar áhyggjur að hafa, því það er svo gott að geta huggað sig við tilhugsunina um að Ísland sé krúttlegt og óspillt.
Ný ríkisstjórn Íslands má ekki við því að fá á sig fleiri sjálfsmörk á fyrstu dögunum. Kannski gæti hún snúið vörn í sókn og tileinkað sér að fara sparlega með fé landsmanna og komið viðunandi stjórn á landamæragæsluna? Þroskaðir stjórnendur tileinka sér góð vinnubrögð hvaðan sem þau koma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)