Ráðherrann Alma Möller viðurkennir það sem landlæknirinn Alma vildi ekki sjá.

En á þetta var þó bent þegar á árinu 2021, þegar ljóst var að stöðugt var verið að fækka sjúkrarýmum hjá ríkinu. 

P.S. Fróðir menn hafa tjáð mér að legurýmum á krabbameinsdeild muni ekki fjölga um eitt einasta rúm á nýja og fína spítalanum í miðbænum. Í hvað eru eiginlega allir milljarðarnir að fara ef þeir fara ekki í að fjölga þvi sem mikilvægast má telja, þ.e. sjúkrarýmum, svo að fólk þurfi ekki að liggja á göngum LSH eða í kraðaki með öðrum á bráðamóttökunni?

 

 


mbl.is Fjölga þurfi hjúkrunarrýmum um 100 á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir segja meira en mörg orð

Hér eru 2500 ára gamlar fréttir fyrir þingmenn Íslendinga: Það á ekki að vera auðvelt að setja lög. Í "Bókinni um ferlið og dygðina" segir Laozsi m.a.: "Því fleiri lög og tilskipanir, því fleiri þjófar og ræningjar". James Madison, 4. forseti USA og einn helsti stjórnvitringur síðari tíma, sagði að ekki mætti drekkja fólki í pappírs-stormi: Lögin ættu að vera einföld og skýr. Deildaskipting þjóðþinga miðaði að því að gera lagasetningarferlið hægvirkara og verja almenning fyrir því að regluverk yrði ofvaxið og ógagnsætt.

ESB brýtur daglangt og árlangt gegn þessum viðmiðum og dembir yfir aðildarþjóðir tugþúsundum blaðsíðna á ári sem enginn kemst yfir að lesa. Afleiðingin verður lagaþoka sem enginn ratar í og afleiðingin verður sú að ólýðræðislegt skrifstofuveldi herðir smám saman tökin á daglegu lífi fólks. 

Á fundi með utanríkisnefnd í gær viðurkenndi þó einn þingmaður fyrir undirrituðum að hún sæi ekki til botns í öllum þeim reglum sem innleiddar eru í íslenskan rétt í gegnum Alþingi. Fyrir þessa hreinskilni ber að hrósa viðkomandi þingmanni, sem er maður að meiri fyrir hreinskilnina. Fleiri mættu taka sér hana til fyrirmyndar, því auðmýkt er undanfari virðingar. 

Á fundinum minnti ég þingmenn á að þau hafa öll unnið drengskaparheit að stjórnarskránni og benti á að margir af merkustu lögfræðingum Íslands hafa talið að frumvarpið um bókun 35 samræmist illa stjórnarskránni, auki á réttaróvissu og grafi undan Alþingi. 

Það er ekki nema mannlegt að vilja belgja sig út, klífa metorðastigann, vera góður liðsmaður o.s.frv., en það má ekki verða til þess að Alþingi breytist í innantóma skel, þar sem þingmenn ræða um innantóma hluti og greiða atkvæði um lög sem þeir geta ekki breytt. 

Nýtt og glæsilegt húsnæði Alþingis mun ekki bæta úr niðurlægingu þingsins ef það umbreytist í leikhús. Breytingar á bréfsefni þingsins gefa ekki góð fyrirheit að þessu leyti og slá mögulega tóninn fyrir það sem koma skal, þar sem Alþingishúsið hefur verið "augnstungið" á nýja merkinu og íslenski fáninn afmáður. Myndir segja meira en mörg orð. 

alþingi klassíkt

 

alþingi nýtt

 

 


Bloggfærslur 18. mars 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband