Tilvistarglíma unga fólksins er glíma hinna eldri líka

Frétt um aukna kirkjusókn ungs fólks undirstrikar að tilvistarglíma mannsins hverfur ekki þótt hraðinn aukist og tæknin verði sífellt ágengari. Svissneski sálfræðingurinn Carl Gustav Jung (1875-1961) sagði einmitt að úrslitaspurningin í lífi sérhvers manns væri sú hvort hann væri tengdur einhverju óendanlegu eða ekki. Hann taldi að nú, sem aldrei fyrr, verði maðurinn að horfast í augu við hið illa sem bærist í þeim sjálfum og þess vegna þurfi nútímasálfræði að minna fólk á að illska er raunverulegt fyrirbæri. Jung sagði menn þurfa að vera slegna blindu til að sjá ekki hið risastóra hlutverk sem hið illa gegnir í heiminum og að það hefði þurft inngrip Guðs sjálfs til að bjarga mannkyni frá böli hins illa, því án íhlutunar Guðs væri mannkynið endanlega glatað. 

Og fyrst ég er byrjaður að vitna í aðra í þessu samhengi, þá má láta fylgja að George Orwell (1903-1950) taldi stærsta vandamál okkar tíma vera hnignun trúar á ódauðleika mannsins. Hann sagði að hver og einn yrði að velja milli Guðs og Manns - og að allir "róttæklingar" og "framsæknir" (e. progressives), allt frá mildasta frjálslyndi (e. mildest Liberals) til ofstækisfullra stjórnleysingja hefðu í raun og sann valið Manninn. 

Íslenskt samfélag nútímans, eins og raunar því miður langflest vestræn samfélög, eru öfugu megin við þá línu sem hér hefur verið dregin. Afleiðingin er sú að öll umræða er á hvolfi, öllu er snúið á haus og þeir sem vilja ávarpa staðreyndir og benda á glóandi sannleikskjarna á bak við leiktjöld lyginnar eru sakaðir um "hatur". Í slíku umhverfi er allt gert pólitískt, jafnvel hið heilaga, eilífa, fagra, sanna og góða. Sú þróun er auðvitað ekki til heilla, því eins og Orwell sagði í ritgerð sinni um Pólitík og tungumálið (1946), þá snýst pólitík um "lygar, undanbrögð, heimskupör, hatur og geðrof" og tungumál stjórnmálanna miðar að því að "gera lygar trúverðugar, manndráp virðingarverð og gefa vindinum þá ásýnd að hann sé áreiðanlegur". 

Í nútímasamfélagi sem rambar á barmi andlegs og siðferðilegs gjaldþrots, í heimi sem stýrist í auknum mæli af illsku, þar sem áhrifavaldar státa sig jafnvel af því að þjóna hinu illa (sjá mynd), þá er engin furða að ungt fólk leiti í auknum mæli í kristni og kirkjur, því þau finna innra með sér að þau "eru ekki af þessum heimi" (Jóh. 17.14) og að það er skylda okkar að berjast gegn illskunni hvar sem hún birtist, hvort sem það er innra með okkur sjálfum eða í hinum ytra heimi, því ljósið sigrar myrkrið.  music industry 

 


mbl.is Kirkjusókn ungs fólks hefur aukist síðustu tvö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. apríl 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband