Íslendingar eiga betra skilið

Ísland á það sameiginlegt með Norður-Kóreu að ríkisvaldið starfrækir hér geysiöflugan fjölmiðil fyrir almannafé, sem segir ekki bara fréttir, heldur framleiðir líka "skemmtiefni" fyrir landsmenn og annast skoðanamótun fyrir stjórnvöld. 

Eins og í Norður-Kóreu hefur ríkisfjölmiðillinn náð góðum árangri. Svo góðum reyndar að öfugt við Norður-Kóreumenn vita Íslendingar ekki, þegar þeir setjast niður fyrir framan sjónvarpið, að þeir eru að móttaka áróður. Öfugt við Norður-Kóreu þar sem menn vita að útsendingar ríkisfjölmiðilsins eru áróðursmiðaðar, setjast Íslendingar fyrir framan "imbakassann", grunlausir og grandlausir, og hlæja að "bröndurum" Gísla Marteins; syngja með Helga Björns um dásemdir þess að "skemmta sér" heima í stofu; lofsama sóttvarnaþríeykið og kjósa svo meirihluta þess á þing (fyrir að bjarga okkur frá "drepsótt" sem var engin drepsótt - og fyrir að mynda hér nánast algjöra samstöðu um "bóluefni" sem voru ekki eiginleg bóluefni); bölsótast út í Rússa fyrir að bera alla ábyrgð á Úkraínustríðinu, hneykslast á þeim sem vita ekki að kynin eru nú 72 en ekki bara 2; hafa enga hugmynd um hver gæti hafa sprengt gasleiðsluna í Norðursjónum; halda að Viðreisn sé hægriflokkur og að Sjálfstæðisflokkur nútímans standi vörð um sjálfstæði Íslands; trúa kosningaloforðum allra flokka en samþykkja að þau séu svikin; leyfa ríkisreknum fjölmiðlum (og ríkisreknum stjórnmálaflokkum) að gera mikilvægustu mál að aukaatriði (vextir, málfrelsi, vaxandi skrifræði, skuldastaða heimila, woke-væðing ríkisstofnana, löggæslumál, afsal ríkisvalds úr landi, vernd tungumálsins); sætta sig við að alþingismenn tali um gallabuxur og plasttappa í ræðustól Alþingis en láti erlenda skrifstofumenn í Brussel semja lagareglurnar sem gilda hér á landi; vera það skattpínd að þrír af fimm dögum vinnuvikunnar fari í að vinna fyrir ríkið sem ráðstafar peningunum í stríðsrekstur, dýrt skrifstofuhúsnæði ríkisstofnana og alls konar peningasóun svo að við sitjum eftir með lélega vegi, lélegt menntakerfi, lélegt heilbrigðiskerfi, hækkandi skatta og sífellt meira ríkiseftirlit.

Hvað er hægt að gera til að snúa þessu við? Hvaða ráð hafa lesendur? Hvernig er hægt að opna augu almennings fyrir því hvernig komið er fram við okkur?

Íslendingar eiga betra skilið. 

 


Bloggfærslur 22. apríl 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband