Í vitskertri veröld þarf skýrt hugsandi fólk að þora að tjá sig

Kæri lesandi, eins og ég vaknaðir þú í morgun í heimi sem er sennilega langt leiddur í þá átt að ganga af göflunum, þar sem svart er hvítt og stríð er friður, sbr. þessa samantekt hér sem endurspeglar væntanlega hugarfar margra Íslendinga, því skoðanakannanir benda til að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga myndi kjósa Demókrataflokkinn í BNA, sbr. þessa könnun hér frá 2020 (96% myndi kjósa Biden) og þessa hér frá 2024 (91% myndi kjósa Harris).  Til að skilja hvernig við komumst á þennan stað getur verið hjálplegt að hlusta á það sem þessi maður hér sagði árið 1984 um það hvernig grafið yrði undan hugmyndafræðilegum burðarstoðum vestrænna asmfélaga. Allt þetta má líka nota til að skilja hlutverk woke-kreddunnar í því að veikja huga fólks, en vókið er ekki annað en ný-kommúnismi í dulargervi. 

Hvað gera menn sem ekki vilja taka þátt í að syngja þennan söng? Valkostirnir eru annars vegar að þegja / láta lítið fyrir sér fara / klappa með og segja að 2+2 þurfi ekki endilega að vera 4. En það er líka hægt að neita að niðurlægja sjálfan sig, neita að vera meðvirkur og kjósa þess í stað að leggja sitt af mörkum til að snúa skipinu, því það mun snúast - fyrr eða síðar. Þegar það snýst mun meirihluti Íslendinga segja: "Ég vissi auðvitað alltaf að þetta var allt saman tóm vitleysa". En slík yfirlýsing verður innantóm ef þjóðfélagsgerðin verður í millitíðinni farin í klósettið, t.a.m. ef fólk upplifir sig ekki lengur öruggt á götum úti, ef Íslendingar hafa misst forræði á lögum sínum, ef raforkan verður orðin margfalt dýrari o.s.frv. 

Kæri lesandi, þú veist í hjarta þínu hvað er gott og hvað er illt, þú kannt að gera greinarmun á réttu og röngu. Finndu hjá þér kjark til að segja það upphátt. Hættu að láta ofstækisfólk stjórna því hvað þú segir og skrifar. Stattu með sjálfum þér, börnunum þínum, komandi kynslóðum og framtíðarhagsmunum landsins þíns. Vertu maður en ekki mús.

P.S. Mundu að það tekur tíma að snúa stórri þjóðarskútu, það verður ekki gert í einum kosningum, með einni blaðagrein eða með einni færslu á samfélagsmiðlum.  


Bloggfærslur 29. apríl 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband