Segðu það sem þér finnst. Hættu að láta aðra stjórna þér.

Árið 2025 lifum við í heimi sem Orwell varaði okkur við árið 1948.

Hvernig er hægt að ná áttum í heimi þar sem yfirvöld, fjölmiðlamenn, stjórnmálamenn, fræðimenn o.fl. nota tungumálið til að snúa hlutunum á hvolf (e. Double speak)?

Ég spyr í framhaldi af pistlinum sem ég skrifaði í gær, þar sem m.a. er reynt að skilja hvernig pólitísk hugmyndafræði um dýrmæti einstaklingins og borgaralegt frelsi er uppnefnt sem "harðlína" af stjórnmálafólki sem sjálft vinnur daglega að því að þrengja að frelsi borgaranna. Hér eru nokkur dæmi um bullið og öfugsnúninginn sem birtist okkur daglega: 

  • Herlaus smáþjóð kýs yfir sig ráðamenn sem vilja kaupa vopn og stunda hernað
  • Sólin er sögð vera hættuleg - og líka kjöt, egg o.fl. sem haldið hefur lífinu í mannkyni frá örófi
  • Góð heilsa sé háð því að við látum sprauta okkur sem oftast með óþekktum lyfjakokteilum
  • Fréttir dreifa huganum en upplýsa ekki hugann
  • Ríkið þjónar ekki skattgreiðendum heldur öfugt
  • Mestu kjánarnir eru þeir sem hafa verið lengst í háskóla ("Ég er með 5 háskólapróf")
  • Ríkisstyrkt = Peningar sem teknir hafa verið frá almenningi
  • Karlar geti breyst í konur og öfugt
  • Umburðarlyndi = Hatur á þeim sem eru með aðrar skoðanir
  • Við eigum að "fagna fjölbreytileikanum" (í öllu nema hugsun)
  • Sá sem segir sannleikann má vænta þess að vera sakaður um "upplýsingafölsun"
  • Guð er sagður vera "ímyndun"
  • Stríð er kynnt til sögunnar sem "friður", sbr. orðræðu þeirra sem vilja nota skattfé til vopnakaupa, jafnvel utan NATO
  • Menntun hefur umbreyst í innrætingu
  • Gagnrýnin hugsun eykur líkur á að þú verðir sakaður um að aðhyllast samsæriskenningar

Ef þú notar enn þín eigin augu, eigin eyru og eigin dómgreind geturðu séð í gegnum blekkingar og ósannindi. Ekki taka þátt í að viðhalda lyginni. Segðu það sem þér finnst. Andmæltu. Talaðu hreint út. Aðeins þannig getum við haldið sönsum, haldið samvisku okkar hreinni og gert heiminn bærilegri fyrir börnin okkar.

 


Bloggfærslur 10. maí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband