13.5.2025 | 09:46
Þakkir.
Ástæða er til að þakka öllum þeim sem mættu á fundinn vegna bókunar 35 í gær. Þótt fundurinn hafi verið boðaður með mjög stuttum fyrirvara var fundarsókn ótrúlega góð á nútímamælikvarða: Fundinn sátu milli 50 og 60 manns. Margir tóku til máls og einhugur ríkti um það að Alþingi ætti að setja þetta frumvarp utanríkisráðherra ofan í skúffu, sérstaklega í ljósi þess að ríkisstjórnin undirbýr nú þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB aðild.
Upptaka frá fundinum verður vonandi birt hér innan skamms.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)