Til hvers var unnið?

Ísland er að breytast hratt - og ekki að öllu leyti til hins betra. Landamæragæsla hefur verið í molum árum saman og stjórnleysi ríkt í innflytjendamálum. Sem herlaus örþjóð með fámennt lögreglulið eru Íslendingar í sérlega viðkvæmri stöðu gagnvart skipulagðri glæpastarfsemi, vopnaburði og innfluttri ofbeldismenningu. En um þetta hefur ekki mátt ræða, varnaðarorð hafa verið þögguð niður og upphrópanir notaðar til að koma í veg fyrir málefnalega umræðu. Þótt flestir innflytjendur komi til Íslands í þeim tilgangi að vinna og vilji laga sig að siðum samfélagsins, þá fáum við líka daglega áminningu um önnur viðhorf. Þegar svo er komið að innflytjendur sjá ekki tilgang í því að læra íslensku þá er tímabært að staldra við og íhuga hvað verða muni um íslenskan menningararf og sögu. 

En þetta gerðist ekki af tilviljun. Fyrri ríkisstjórn var mögulega sú versta í lýðveldissögunni (fyrir utan kannski Jóhönnustjórnina), því hún lét reka á reiðanum í þessum málum með opingáttarstefnu í landamæramálum og með innleiðingu alls konar erlendra stefnumiða sem þjónuðu ekki íslenskum hagsmunum, þ.m.t. ónauðsynlegri innleiðingu á erlendum orkupökkum. Núverandi ríkisstjórn virðist ætla að halda ótrauð áfram á sömu braut í þágu ESB, SÞ og NATO. 

Hver verður arfleifð stjórnmálamanna sem í aðdraganda kosninga gefa íslenskum kjósendum fögur loforð en einbeita sér svo að því að vinna i þágu erlendra hagsmuna? Daglega erum við minnt á hverfulleika lífsins: Fólk deyr / lætur af störfum / hverfur sjónum. Hvað stendur eftir? Fyrir hvað er fólks minnst? Foringjar síðustu ríkisstjórnar, Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson, voru bæði greind og gjörvileg. Bæði gátu flutt innblásnar ræður á flokksþingum þar sem lofað var að standa vörð um hugsjónirnar. En þegar upp er staðið - og þau bæði horfin af vettvangi - þá standa flokkar þeirra beggja eftir í rjúkandi rúst og íslenskt samfélag er veikara en fyrr. Til hvers var þá unnið?   


mbl.is Íbúi segir hverfinu haldið í heljargreipum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. maí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband