Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis láti til sín taka

Í ljósi alls þess sem fram kemur í tímamótaviðtali Stefáns Einars við Úlfar Lúðvíksson ætti stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að kalla alla hlutaðeigandi á sinn fund og gefa þeim kost á að standa fyrir sínu máli. Nefndinni ber að hafa "frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra og verklag þeirra." Nefndin hefur einnig það hlutverk að "gera tillögu um hvenær er rétt að skipa rann­sóknar­­nefnd og gefur þinginu álit sitt um skýrslur þeirra." Viðtalið bendir til að alvarlegar brotalamir í landamæragæslu ógni þjóðarhagsmunum og þjóðaröryggi. Rannsóknarnefndir hafa verið skipaðar af minna tilefni.


Úlfari hent fyrir úlfana til að ríkið geti hljóðlega vanrækt grundvallarhlutverk sitt.

Ef allt væri með felldu á Íslandi og ef Íslendingar gæfu sér tíma til að hlusta á viðtal Stefáns Einars við Úlfar Lúðvíksson fyrrum lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli, þá væri orðinn hér pólitískur landskjálfti. Í viðtalinu staðfestir Úlfar þar sem við öll vissum - eða mattum vita - að aðild Íslands að Schengen samkomulaginu frá 2001 hafi verið mistök og landamæraeftirlit Íslands gagnvart þeim sem koma hingað frá öðrum Shengen ríkjum hafi "ekki verið neitt" frá 2001 til 2021 þegar Úlfar fór að reyna að stoppa í götin. Fyrir það hefur honum nú verið vikið úr starfi með sameiginlegu sparki innan úr innsta hring kerfisins. 

Lesendur ættu að staldra við þetta og spyrja sig hvað hefði gerst í Bretlandi ef yfirmaður lögreglunnar á suðurströnd Bretlands yrði rekinn fyrir að gera reka að því að stöðva stöðugan straum bátaflóttamanna. Ljóst má telja að ef í ljós kæmi að ráðherrar (og æðstu embættismenn) sendu uppsagnarbréf til slíks manns til að kæfa umræðu og koma í veg fyrir að kastljósið beinist að vítaverðu athafnaleysi yfirvalda í málaflokki sem varðar þjóðarhag og þjóðaröryggi, þá myndu breskir fjölmiðlar og almenningur kalla eftir afsögn annarra en lögreglustjórans. En á Íslandi þegir ríkismiðillinn um viðtalið við Úlfar. Þögnin á visir.is er sömuleiðis ærandi. Einn og hálfur sólarhringur hefur liðið frá því þetta tímamótaviðtal birtist en ríkisreknir holræsamiðlar þegja þunnu hljóði. Úlfur

Ég rita þessar línur til að benda lesendum á að viðtalið við Úlfar undirstrikar að íslenska ríkið rambar nú á siðferðilegu og lagalegu hengiflugi. "Löggæslumál á Íslandi eru ekki á góðum stað" segir Úlfar og vísar m.a til erlendra glæpagengja sem náð hafa fótfestu hér og menn framið hafa kaldrifjuð morð spóka sig um spariklæddir örstuttu eftir glæp sinn og allt gerist þetta með vitund æðstu embættismanna og lögreglustjóra sem þiggja laun fyrir að sitja í þjóðaröryggisráði!

Frammi fyrir þessu ber að rifja upp að ríkisvaldi var upphaflega komið á fót til að stuðla að friðsamlegri lausn deilumála, halda uppi lögum og verja öryggi almennings. Þegar svo er komið að ofvöxtur hefur hlaupið í ríkið sem teygir sig sífellt lengra ofan í vasa almennings og gengur sífellt nær frelsi fólks en stendur ekki lengur undir grundvallarhlutverki sínu, þ.e. löggæslu, þá er ekkert lýsingarorð nærtækara en "þrotríki" (e. failed state). Þegar ríkið vanrækir kjarnahlutverk sitt en vill á sama tíma vasast í hlutum sem koma því ekki við, þá hverfur siðferðilegt lögmæti ríkisins. Á þennan stað erum við komin. Við þessu vildi ég vara þegar ég sagði af mér dómaraembætti því ég vildi ekki bíða þau örlög að þurfa sem embættismaður að ganga erinda siðferðilega gjaldþrota ríkisvalds. Að sjá og heyra skyldurækinn og ærlegan mann eins og Úlfar Lúðvíksson tala af umhyggju fyrir landi og þjóð veitir endurnýjaða von um að unnt verði að vekja Íslendingar af Þyrnirósarsvefninum og til vitundar um þá stjórnarfarslegu hnignun sem hér hefur orðið. 

Fólkið í landinu verður að taka sig saman um að endurbæta stjórn landsins. Við höfum ekki mikinn tíma til stefnu ef takast á að bjarga þeirri samfélagsgerð sem mótast hefur í sambúð íslenskrar þjóðar í landinu sem við fengum í arf. 

 

 


Bloggfærslur 25. maí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband