Í fréttum er þetta helst ...

Daglegur fréttaflutningur færir okkur þau skilaboð að heimurinn sé að fara til fjandans: Stríð, loftslagsbreytingar, vírusar, hryðjuverk, rán, ofbeldi o.s.frv. Með því að berja á almenningi með þessu oft á dag er í raun verið að flytja þau skilaboð að algjört stjórnleysi sé á næsta leiti. 

En ekki hafa áhyggjur, því í stað óstjórnar verður okkur boðið upp á ofstjórn: Stjórnvöld rétta fram "hjálparhönd" til að koma skikki á hlutina með eftirliti, gjaldheimtu, "öryggismyndavélum", vopnakaupum, fleiri ríkisstofnunum, valdframsali til erlendra stofnana o.s.frv. Handvaldir sérfræðingar stjórnvalda munu taka enn þéttar um stjórnartaumana. Í skiptum fyrir (falskt) öryggi afsalar óttasleginn almenningur sér frelsinu í hendur valdhafa. 

Þegar valdakerfi ríkisins er farið að nærast á ótta þarf almenningur að finna sinn innri styrk. Besta leiðin til þess er að hætta að hlusta á hrollvekjur ríkisstyrktra fjölmiðla.

“Those who would give up essential liberty to purchase a little temporary safety, deserve neither liberty nor safety.”

Benjamin Franklin

 

 


Bloggfærslur 28. maí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband