Ögurstund í sögu lýðveldisins nálgast

Umræðum þingmanna um veiðigjöld mun væntanlega ljúka í þessari viku með þeirri niðurstöðu að gjöldin hækka, en enginn þarf þó að ímynda sér að sú hækkun skili sér til íslensku þjóðarinnar, því hækkunin mun fyrst og fremst nýtast til að þenja enn frekar út ríkisbáknið (sem lætur fólkið í landinu þjóna sér en ekki öfugt) og belgja út erlenda sjóði sem merktir eru ýmsum "góðum" málefnum svo sem hernaði og veðráttu. 

Að veiðigjöldunum afgreiddum mun meirihluti Alþingi snúa sér að því að samþykkja frumvarp um bókun 35 og víkja þar með frá grundvallarforsendum sem lagðar voru til grundvallar við gerð EES samningsins, þ.e. um íslenskt fullveldi, innlent dómsvald og sjálfstætt löggjafarvald. Fyrst og fremst lýtur þetta frumvarp að því að veikja innlenda dómstóla og skera þannig eina síðustu sneiðina af íslenska fullveldinu til að afhenda það á silfurfati til ESB.

Síðar meir munu lögfræðingar og sagnfræðingar leita skýringa á því í rannsóknum og bókum hvers vegna kjörnir fulltrúar Íslendinga (með fulltingi embættismanna) grófu sjálfviljugir undan sjálfstæði landsins og afhentu ríkisvald úr landi án heilbrigðs viðnáms. 


Bloggfærslur 8. maí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband