Fullreynt í fjórða sinn?

Mér telst til að nú sé verið að ljúka þingstörfum í fjórða sinn án þess að sitjandi ríkisstjórn takist að knýja í gegn frumvarpið um bókun 35, sem felur í sér beina tilraun til að gengisfella og óvirða Alþingi Íslendinga. 

Rökstuðningur: Samkvæmt 47. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands ber hverjum einasta nýjum þingmanni skylda til að vinna drengskaparheit að stjórnarskránni þegar kosning hans er tekin gild. - Þetta stendur í stjórnarskrá til að árétta og undirstrika að enginn má fara með löggjafarvald á Íslandi án þess að hafa lýst hollustu við lýðveldið og stjórnarskrá þess. Þetta er hreint og klárt skilyrði þess að þingmaður haldi sæti sínu. 

Eftir ævintýralegt rugl og uppákomur á Alþingi nú síðustu daga og vikur má öllum landsmönnum vera orðið ljóst að þingmenn ráða ekki allir vel við hlutverk sitt og hafa ófullburða skilning á skyldum sínum og inntaki þingræðisins. En að þeim skuli hafa dottið í hug að þeim geti leyfst að afhenda óþekktum starfsmönnum ESB löggjafarvald á Íslandi - og að reglur frá þessum mönnum eigi að njóta almenns forgangs fram yfir íslensk lög frá Alþingi - án þess að hlutaðeigandi hafi lýst nokkurri hollustu við Ísland, lýðveldið, stjórnarskrána eða íslenska þjóð, er til marks um að sömu þingmenn eru óhæfir til að gegna þingmennsku. 

Landvættir Íslands hafa í fjórða sinn varið lýðveldið fyrir þessari aðför. Vonandi láta óþjóðhollir alþingismenn hér staðar numið. 


mbl.is Rýr uppskera ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. júlí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband