15.7.2025 | 14:04
Umbylting stjórnarfarsins í bága við stjórnarskrá og drengskaparheit
Við undirleik þessarar ríkisstjórnar og hinnar fyrri er að eiga sér stað umbylting á stjórnarfari Íslands, þar sem stjórnarskráin sætir daglegum árásum.
Um þetta hyggst ég skrifa grein og birta í lengra máli, þar sem bent verður á helstu einkenni þess sem hér um ræðir:
- Í orðum og verki tala ráðherrar og þingmenn um EES samninginn sem einhvers konar yfirstjórnarskrá sem þurfi að verja og vernda hvað sem það kostar.
- ESB hefur hlutverk eins konar framkvæmdarvalds (ekki löggjafarvalds) gagnvart Íslandi í gegnum EES samninginn og í því hlutverki eru stofnanir ESB þegar þær semja reglur (stjórnvaldsfyrirmæli) sem ætlað er að gilda hérlendis.
- Almenna reglan í íslenskri lögfræði hefur verið sú að stjórnvaldsfyrirmæli víkja fyrir almennum lögum þar sem þetta tvennt stangast á. Með frumvarpinu um bókun 35 er verið að snúa þessu á hvolf og miðað að því að gera erlend stjórnvaldsfyrirmæli æðri almennum íslenksum lögum ef þetta tvennt stangast á!
- Alþingismenn hafa ekkert umboð til að umsnúa íslenskum rétti á þennan hátt, né heldur til að framselja lagasetningarvald til erlendra manna eða stofnana. Ástæðan fyrir því er tvíþætt: Í fyrsta lagi hafa alþingismenn ekkert umboð til að framselja umboð sitt til annarra án leyfis umbjóðandans, sbr. meginreglur sviði samningaréttar. Í öðru lagi leiðir af stjórnarskránni að enginn má fara með löggjafarvald hérlendis aðrir en þeim sem unnið hafa drengskaparheit að stjórnarskrá lýðveldisins og þannig lýst hollustu við lýðveldið Ísland, sjálstæði þess, lands og þjóðar.
![]() |
Vonar að Evróputengd mál verði ofarlega á blaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)