Nei, hættið nú alveg

Höfum eitt á hreinu: EES samningurinn er viðskiptasamningur, ekki samningur um pólitískt bandalag við ESB.

Þorgerður Katrín og aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni, alþingismenn og embættismenn íslenska lýðveldisins virðast þurfa að rifja þetta upp. Slík nauðsynleg upprifjun af þeirra hálfu myndi hlífa okkur hinum við því að þurfa að upplifa, sjá og skynja, óheilindin, baktjaldamakkið og leyndarhyggjuna sem virðist grassera bakvið tjöldin, sbr. m.a. þessa frétt. 

Um þetta og margt fleira ræddi ég í þessu útvarpsviðtali hér í gær, sem ég lauk með upplestri úr ljóði Davíðs Stefánssonar um friðarhugsjónina sem lýðveldið okkar var reist á. Lokaerindið er svohljóðandi: 

Svo viti það öll voldug þjóðabákn,

að vopnleysið er Íslands friðartákn,

þess mesta gæfa, guði vígður eiður,

gjöfin sem börnin erfa, landsins heiður,

bæn, sem flutt er til bjargar öllum lýðum,

bann sem er lagt gegn hnefarétti og stríðum,

örlaga spá, sem allar þjóðir varðar, 

hin æðsta hugsjón vorrar þjáðu jarðar.

 

Þótt Íslendingar hafi í trúgirni sinni fallið fyrir skrúðmælgi ríkisstjórnarflokkanna um plan og úrbætur, þá hafa orð þeirra reynst innantóm og loforðin strax svikin. Ríkisstjórnin hefur ekkert umboð til að leiða okkur inn í annars konar - ólýðræðislegt - stjórnarfar, né skuldbinda okkur til að fylgja ESB inn á helveg alþjóðlegs vopnaskaks og hervæðingar. 

skuldbundin 

 


mbl.is Skuldbundin að fylgja stefnu ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júlí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband