Ætlum við að bregðast komandi kynslóðum?

  • Stjórnarskrá lýðveldisins byggir á þeim grunni að allt vald ríkisins stafi frá þjóðinni. Í þessu felst m.a. að lögin stafa frá vilja þjóðarinnar en ekki geðþótta valdhafa.
  • Þetta er til áminningar um að ríkisvaldið skal vera takmarkað: Sömu aðilar mega ekki semja lögin / setja þau og framkvæma lögin.
  • Handhafar valdsins bera ábyrgð gagnvart valdhafanum, sem er íslenska þjóðin (ekki ESB / Nato / SÞ).
  • Vald sem ekki er takmarkað umbreytist, fyrr eða síðar, í óheft vald sem ógnar öllu og öllum. 
  • Samkvæmt íslenskri réttarhefð eru lögin sett til að stuðla að réttlæti (að hver og einn fái það sem hann verðskuldar). Á sama grunni miðar málsmeðferð fyrir dómi að því að leita sannleikans. 
  • Stjórnarskráin var sett til að setja ríkisvaldinu skorður og reisa varnargarða í kringum frelsi borgaranna. 
  • Stjórnarskráin miðar þannig að því að koma í veg fyrir að ríkisvaldið setji reglur og noti þær til að berja á almenningi.  
  • Nú standa Íslendingar frammi fyrir því að verið er að reyna að umbylta lögum Íslands og stjórnarfari með því að framselja lagasetningarvaldið frá kjörnum fulltrúum Íslendinga á Alþingi til starfsmanna hjá framkvæmdavaldi ESB í Brussel.
  • Sjálfstæði, sjálfsstjórn, fullveldi, sjálfsákvörðunarréttur: Allt þetta byggir á þeirri undirstöðu að ENGIR AÐRIR en kjörnir fulltrúar þjóðarinnar (valdhafans) semji og setji lögin í landinu, m.ö.o. að ALLT LÖGGJAFARVALD sé í höndum kjörinna þingfulltrúa þjóðarinnar.
  • Þetta byggir á þeirri undirstöðu að lögin stafa frá fólkinu í landinu ekki frá geðþótta valdhafans. Ætli menn að hörfa af þessum grunni, þá ráðum við ekki lengur okkar eigin för.   
  • Forn meginregla í germönskum rétti, sem á sér samsvörun í kirkjurétti o.fl., er að sá sem fer með vald í umboði annarra (þingmenn í umboði þjóðarinnar) getur ekki framselt það vald í hendur annars manns (t.d. til ESB), sbr. lat. Delegata potestas non potest delega). Þetta þýðir m.ö.o. að Alþingi hefur ekkert umboð til að víkja sér undan ábyrgð sinni gagnvart umbjóðanda sínum / valdhafanum / þjóðinni og framselja erlendri valdastofnun lagasetningarvald sitt. 
  • Niðurstaða: Þjóðin getur ekki orðið bundin af öðrum lögum en þeim sem sett eru af kjörnum fulltrúum hennar.  

Við sem nú lifum höfum enga heimild til að skerða frelsi komandi kynslóða, veikja stjórnarfarið í landinu, skemma lykilstofnanir lýðveldisins, grafa undan frelsi Íslendinga og möguleikum afkomenda okkar til sjálfsákvörðunar. 


Bloggfærslur 8. júlí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband