Vinsamlegast útskýrið

Enn hefur ekki birst frétt í íslenskum fjölmiðlum um samþykkt þings Slóvakíu, sem ég sagði frá hér í gærkvöldi, en vonandi munu þessir ríkisstyrktu fjölmiðlar reyna að varpa ljósi á mikilvæga spurningu sem þessu tengist:
Hvernig stendur á því að löggjafarþing í ríki sem gerst hefur beinn aðili að ESB vilji verja sögulegar, lagalegar og menningarlegar hefðir með því að láta stjórnarskrána ganga framar ESB rétti ef þetta tvennt rekst á - en að Alþingi Íslendinga, sem ekki gerði annað en að samþykkja viðskiptasamning árið 1993 með vísan til þess að um væri að ræða valdaframsal á mjög afmörkuðu sviði, skuli nú ætla að undirgangast almennan forgang reglna sem eiga sér uppruna hjá ESB ef þær stangast á við innlendan rétt - og að þessi forgangur sé án takmarkana og geti þannig yfirtropmpað stjórnarskrá lýðveldisins, aldagömul lög og einnig síðari tíma lög sem fara í bága við vilja Brussel valdsins?
eu 25

Bloggfærslur 28. september 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband