22.2.2023 | 14:03
Hver hugsar fyrir þig?
Gagnrýnin hugsun birtist ekki í því að boða sannleikann fyrirvaralaust heldur þvert á móti í getu til að efast um eigin afstöðu. Slíkur efi er hollur því hann fæðir af sér auðmýkt og varúð. Afkvæmi fullvissunnar geta verið öllu verri, s.s. hroki, valdbeiting og ofríki.
Við lifum nú í samfélagi sem virðist eiga bágt með að umbera efa og sýnir óþol gagnvart þeim sem voga sér að minna á að fleiri en ein hlið sé á hverju máli. Hlutverk einstaklingsins í slíku samfélagi er ekki að beita eigin vitsmunum, heldur aðeins að fylgja þeirri línu sem lögð hefur verið, m.ö.o. fylgja línu hópsins. Í stað sjálfstæðrar hugsunar er krafist hjarðhugsunar.
Mannkynssagan geymir ótal sorgleg dæmi um þær ófarir og hörmungar sem af því leiðir þegar menn gera hugmyndir sínar að kreddum og fara umgangast þær eins og heilög sannindi, sem ekki má efast um eða gagnrýna.
Athugasemdir
Frábær greining og sorglega sönn.
Sigurður Kristján Hjaltested, 22.2.2023 kl. 14:44
Meiriháttar góð grein og ætti að vekja hvern mann (konur er líka menn) upp til að fara í rækilega "naflaskoðun"..................
Jóhann Elíasson, 22.2.2023 kl. 16:03
Þetta er mér að skapi
Magnús Skúlason (IP-tala skráð) 22.2.2023 kl. 17:02
Er það? Enginn efi?
Vagn (IP-tala skráð) 22.2.2023 kl. 22:09
Vagn, takk fyrir að undirstrika enn og aftur hversu ómálefnaleg framganga þín er. Allir sem eru læsir sjá að textinn talar hvergi um "engan efa". Með því að búa til strámann og ráðast svo að honum ertu að eyðilegggja og afvegaleiða umræðu, ekki að bæta hana. Ég skil að þú kjósir nafnleynd. Þér verður ekki svarað aftur.
Arnar Þór Jónsson, 23.2.2023 kl. 08:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.