Hér mótmælir enginn.

thjodfundur 1951Í hjarta Alþingishússins er málverk af Þjóðfundinum 1851, þar sem íslensku fulltrúarnir risu úr sætum og sögðu ,,Vér mótmælum allir". Ef mála ætti nýja mynd af andanum í þinghúsinu 2023 væri yfirskriftin allt önnur: ,,Hér mótmælir enginn".

Þetta leyfi ég mér að segja með vísan til tæplega 30 ára sögu EES, þar sem Íslendingar hafa aldrei beitt neitunarvaldi og aldrei beint ágreiningsmálum í sáttameðferð á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar. Í stað þess að nýta skýrar samningsheimildir reyna Íslendingar nú að verja hagsmuni sína með því að beita ,,lobbíisma" og spila þar með eftir leikreglum ESB. Þetta gerir stöðu Íslands ótryggari en hún þarf að vera. 

Í framkvæmd hefur EES samningurinn grafið undan lýðræðislegu stjórnarfari, þótt það hafi ekki verið ætlunin. Við gerð EES samningsins lögðu EFTA ríkin, þ.m.t. Ísland, mikla áherslu á að í samningnum fælist ekkert framsal á ríkisvaldi. Þrátt fyrir þetta hefur stöðugt verið gengið lengra í að sneiða af fullveldisrétti Íslands. Nýjasta dæmið er nýtt frumvarp um breytingu lögum um EES nr. 2/1993 þar sem áréttað verður að ,,þegar lagaákvæði sem réttilega innleiðir skýra og óskilyrta reglu á grundvelli EES-samningsins er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skuli hið fyrrnefnda ganga framar".

Með þessari breytingu er í raun verið að gengisfella Alþingi og undirstrika að reglur sem streyma umræðulaust í gegnum þingið frá Brussel skuli yfirtrompa íslensk lög. 

Þessi þróun öll er til marks um það lýðræðistjón sem EES samningurinn hefur haft í för með sér. Framkvæmd hans og hugsunarlaus innleiðing erlendra reglna hefur orðið til þess að reyndir stjórnmálamenn, lögfræðingar o.fl. hafa tapað áttum og misst sjónar á grunnviðmiðum íslensks réttar um lýðræði, fullveldi, valdtemprun o.fl.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband