11.4.2023 | 13:52
1135 dagar
Í fyrri pistlum og greinum hef gagnrýnt það hversu auðveldlega og andmælalaust réttarríkið var í kófinu látið víkja fyrir nýrri tegund stjórnarfars sem kenna má við sóttvarnaríki. Þetta var gert í nafni undantekningarástands sem kennt var við neyð, þótt snemma hafi verið orðið ljóst að veiran var þúsund sinnum hættulegri öldruðu fólki og veiku en ungu fólki og hraustu. Engu að síður var eitt látið yfir alla ganga. Í dag er loks verið að aflétta neyðarstigi vegna Covid-19 í Bandaríkjunum, eftir 1135 daga.
Hvað gerðist?
Eftir reynslu síðustu ára blasir við hversu auðveldlega má afnema borgaralegt frelsi og hversu höllum fæti réttarríkið og lýðræðið stendur þegar ríkisvald og stórfyrirtæki leggja til atlögu með aðstoð fjölmiðla (og samfélagsmiðla).
Hvaðan stafaði mesta ,,upplýsingaóreiðan"?
Með hverjum deginum sem líður kemur betur í ljós að:
- almenningur var beittur hræðsluáróðri í þeim tilgangi að tryggja hlýðni við tilskipanir yfirvalda;
- grímur veittu falskt öryggi;
- bóluefnin stóðu ekki undir væntingum, veittu ekki ónæmi, komu ekki í veg fyrir smit, voru framleidd í miklum flýti og kunna að valda alvarlegu / langvarandi heilsutjóni; lyfjum þessum fylgir umtalsverð hætta á aukaverkunum;
- að stjórnvöld og ríkisfjölmiðlar veittu í mörgum tilvikum rangar og villandi upplýsingar og gerðust þannig sek um að valda upplýsingaóreiðu
- ritskoðun á samfélagsmiðlum var beitt til að fela og koma í veg fyrir að gagnrýnisraddir heyrðust, réttmætar efasemdir kæmu fram og að stjórnvöldum yrði veitt nauðsynlegt aðhald
- opinberar tölur um fjölda Covid-andláta voru ýktar og þar af leiðandi óáreiðanlegar
- aðgerðir stjórnvalda (þ.m.t. lokanir fyrirtækja) ollu tjóni sem var langt umfram tilefni. Tjónið var ekki aðeins efnahagslegt heldur einnig andlegt, félagslegt, heilsufarslegt o.fl. Þetta tjón mælist í aukinni neyslu áfengis og vímuefna, atvinnumissi, fátækt, þunglyndi, seinkuðum læknismeðferðum o.fl.
Réttmætt tilefni?
Allt var þetta gert vegna veiru sem var hættulaus fyrir langstærstan hluta almennings (99%) og þrátt fyrir að ljóst væri mjög snemma að þeir sem létust úr veirunni þjáðust flestir af öðrum alvarlegum veikindum og að meðalaldur látinna var víðast hvar hærri en meðaltalslífslíkur fólks í hverju ríki fyrir sig.
Vörumst þá sem vilja grafa undan stjórnarskrá, réttarríkinu og lýðræðinu með vísan til þess að ástandið sé mjög ,,óvenjulegt" eða að tímarnir séu ,,fordæmalausir"
Lærdómurinn verður vonandi sá að almenningur, þingmenn og ráðherrar hugsi sig tvisvar um næst þegar hrópað verður "Úlfur, úlfur" og þess krafist að stjórnarskrárákvæðum og almennum lögum verði vikið til hliðar, réttindi skert og frelsi afnumið, í nafni ,,undantekningarástands". Það má aldrei endurtaka sig að við afsölum okkur frelsinu í skiptum fyrir falskt öryggi.
Aflétta neyðarstigi vegna Covid-19 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.